Stefán segir sífellt fleiri orð, en mest af því sem kemur út úr honum er þó á tungumáli sem ég ber ekki kennsl á :) Í dag sagði hann þó fyrstu skýru tveggja orða setninguna sem var: meira nammi ! Tek fram að hann var að biðja um skyr samt, nammi er líka matur ekki bara eitthvað góðgæti. Með nýjustu orðunum er billa fyrir bíl og haní fyrir hamstur (reyndar notað yfir kanínu líka :))
No comments:
Post a Comment