Lilypie Third Birthday tickers

Sunday, January 27, 2013

Fyrsta skipti í leikhús - Skoppa og Skrítla í Borgarleikhúsinu

Í dag fór ungi maðurinn í leikhús í fyrsta sinn.  Við fórum að sjá Skoppu og Skrítlu í Borgarleikhúsinu. Sesselja vinkona fór með okkur með fjölskylduna sína; Gumma manninn sinn og Bryndísi Evu og Steinar Mána.  Stefán var spenntur fyrir öllu í andyri Borgarleikhússins og æddi um allt meðan við biðum eftir því að sýningin byrjaði.  Skoppa og Skrítla birtust fyrir utan salinn tíu mínútum áður en opnað var og vöktu mikla lukku hjá börnunum.  Stefáni fannst þær ekki alveg nógu traustvekjandi, labbaði af stað í áttina að Skrítlu en sneri svo snögglega aftur við í mömmufang :)  Bryndís Eva var hinsvegar hvergi bangin og spjallaði lengi við Skrítlu :)  Síðan var hleypt inn í salinn og fengum við bestu sæti alveg við sviðið.  Stefán átti að sitja á púða á gólfinu en spratt á fætur og fór upp á sviðið.  Var það aðeins fyrsta af fjöldamörgum tilraunum hans til að fara upp á sviðið sem flestar áttu sér stað á meðan á sýningu stóð !  Þegar sýningin byrjaði sat hann í smástund agndofa og horfði á.  Síðan fór hann að standa reglulega upp og reyna að komast upp á sviðið.  Seinnihluta leikritsins stóð hann mest upp við sviðið og starði hugfanginn á þær.  Í einu atriðinu kom Skoppa með ljónahandbrúðu og lét hana urra, þá hljóp litla hérahjartað mitt til mömmu svona rétt til öryggis :)  Þegar þær stöllur sungu eitt lagið dansaði hann og klappaði með, alveg hæstánægður :D  Þegar sýningunni lauk stökk hann upp á sviðið og fór að skoða sviðsmyndina, glaður að fá loksins tækifæri til þess að skoða það sem honum langaði til :)  Var ekki alveg sáttur við að vera tekinn niður.  Hann fékk svo að prófa að sitja í fanginu á bæði Skoppu og Skrítlu og mamma tók mynd :)  Hann var til í að setjast hjá þeim en var svo feiminn að hann fór alveg í hnút og er grafalvarlegur á myndunum.  Þegar systkinin Bryndís og Steinar voru ljósmynduð með Skoppu var hún svo indæl að gefa Steinari einn geisladisk með leikritinu :)  Þetta var hin besta skemmtun og vorum við Sesselja sammála um að þetta hefði verið sérlega vel heppnaður dagur fyrir krílin okkar :)

1 comment: