Saturday, January 5, 2013
Fjölskylduveisla 5. janúar
Steinka systir tók sig til og bauð öllum Rebbunum til sín í fjölskylduboð. Allir komu með eitthvað á hlaðborð og svignuðu borðin af góðgæti. Það var stór og fríður hópur sem mætti á staðinn og nokkrir krakkar sem Stefáni fannst gaman að ærslast með :) Mest spennandi þótti krökkunum að fá að fara inn í stóra jeppann hans Gumma sem var inni í bílskúr. Stefán fékk að fara inn í hann og var svo hrifinn að hann ætlaði ekki að vilja fara út aftur. Fékk að fara 2x í bílinn en þegar Gummi ákvað að loka á fleiri bílaheimsóknir brotnaði hann alveg niður. Var fljótur að jafna sig við að æða um allt og leita að kisum :) Afar skemmtileg veisla og gaman að hitta alla ættingjana :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment