Lilypie Third Birthday tickers

Monday, May 28, 2012

Fermingarveisla Erlings Arnar frænda

Annan í hvítasunnu fórum við í fermingarveislu hjá Erlingi Erni, syni Skarphéðins frænda. Stefáni fannst nú ekki leiðinlegt að fara í veislu enda fullt af ættingjum til staðar sem voru til í að tala við hann og dást að honum :)  Veislan byrjaði kl. 12 og boðið var upp á hamborgara með frönskum handa gestum.  Stefán borðaði meira en hálfan hamborgara og fannst hann greinilega mjög góður.  Síðan flakkaði hann milli fólks og prófaði að skríða um garðinn og pallinn.  Í garðinum er lítill kofi fyrir krakka og hann brá sér inn í hann með þeim frændum sínum Steinari og Óla.  Þeim fannst það nú ekki leiðinlegt, öllum þremur.  Fermingarbarnið og fleiri voru með skemmtiatriði í tjaldi í garðinum og Stefán skreið um allt á meðan.  Það var aðeins farið að kólna svo ég fór með hann inn og þar var hann svo stálheppinn að setjast milli frænkna sinna, þeirra Möggu og Steinku.  Þær voru að fá sér köku og minn maður naut þess að láta moka upp í sig góðgæti :)  Það var því saddur og sæll maður sem fór úr góðri veislu :)
 Stuð í litla leikkofanum
 Mjög gaman að vera þarna með stóru frændunum
 Stefán og Steinar
 Erlingur Örn fermingardrengur að spila fyrir gesti
 Stefán í stuði á pallinum
 Krúttipútt
 Kíkt inn í stofu með aðstoð strákanna
 Kátur að fá sér köku hjá frænku
 Mmmmmmmmmmmmm
 Að hnoðast með Svanhildi frænku

Saturday, May 26, 2012

Nýi uppáhaldsstaðurinn :)

Stefán er búinn að finna sér nýjan uppáhaldsstað sem hann sækur stöðugt í .  Hann vill setjast á þröskuldinn á svaladyrunum eða klifra upp á hann til að geta kíkt út um gluggann eða hamrað á hann.  Stundum sest hann þarna með glasamotturnar mínar og raðar þeim upp og leikur sér með þær :)  Vagninn stendur alveg upp við dyrnar og hann styður sig gjarnan við hann, hossar sér við hann eða jafnvel stendur uppi á hjólunum ! Einn daginn vorum við Hilda í sófanum og hann að bisa þarna við svaladyrnar. Ég sá í höfuðið á honum yfir sófaarminn en allt í einu hækkaði það upp og fór hærra en sófabakið ! Minn maður stóð á hjólinu á vagninum !  Ég spratt upp og greip hann en sá var nú  aldeilis ánægður með sjálfan sig. Hann hefur endurtekið þetta nokkrum sinnum síðan.  Hér eru myndir af honum á staðnum sínum:
 Bisað með glasamotturnar
 Raðar þeim upp
 Rosalega gaman að sitja þarna

 Endurraða mottunum í höndunum
Sæti snáðinn :)

Wednesday, May 23, 2012

Myndir af fallegum prinsi

Hér eru nokkrar myndir af fallega prinsinum mínum fyrir alla til að njóta :)
 Sæti mátaði indjánaskraut í IKEA
 Stefán hitti Bangsímon í Hagkaup
 Híhíh fyndinn bangsi
 Sætastur allra með lítinn hanakamb
 Megakrútt !
 Ánægður lítill karl náði í spil úr skúffunni hennar mömmu
 Mjög spennandi skúffa :)
 Á uppáhaldsstaðnum
Að horfa á sjónvarpið með stóru systur

Saturday, May 19, 2012

Göngutúr með Freyju :)

Við Hilda, Stefán og Arna Rún fórum í göngutúr með Freyju í Kópavoginum.  Freyju fannst ekkert leiðinlegt að hafa fullt af fólki með sér í göngutúrnum:)  Við stoppuðum á leikvelli og allir fengu tækifæri til að leika sér.  Stefáni fannst gaman að prófa tækin og Arna gróf fína holu og bjó til lítið fjall við hliðina á :)  Við röltum svo í rólegheitunum heim á leið en Örnu fannst labbið vera orðið ansi mikið og þurfti aðeins að hvíla sig á leiðinni.  Freyja var ekkert þreytt og Stefán kvartaði í kerrunni ef við hægðum á okkur :)  Hér eru myndir frá túrnum:
 Hópurinn fríði :)
 Hress karl í kerrunni :)
 Við Stefán skemmtum okkur vel á hestinum
 Litla fannst þetta ekki leiðinlegt
 Arna í holugreftri
 Og auðvitað róluðum við líka :)
 Fjör í klifrugrind
 Gaman gaman :)
 Arna var orðin ansi svört á höndunum :)
 Hilda prófaði líka hestinn
Arna að hvíla lúin bein á heimleiðinni

Thursday, May 17, 2012

Afmælissöngurinn sunginn fyrir lítinn kleinukarl :)





Stefán Sölvi eins árs !

Ótrúlegt en satt - það er liðið eitt ár síðan brosmildasti og kátasti prins í heimi fæddist!  Þetta ár hefur verið hreinlega yndislegt :)  Afmælisprinsinn vaknaði kl. hálf átta og við fórum um áttaleytið inn í herbergi til systur hans sem knúsaði hann til hamingju :)  Svo fórum við Stefán fram í stofu og hann opnaði pakka frá Hildi, Sonju og Sören og svo stóra pakkann frá mömmu sinni :)  Hann var afar ánægður með bílana sem komu úr pökkunum frá Danmörku og líkaði vel við litla hægindastólinn sem mamma gaf honum :)  Hann fékk líka múmínkeiluspil og púsl frá mömmu :)   Morgninum var eytt í að baka og undirbúa veislurnar, en það dugði ekki minna en tvær veislur til að fagna þessum stórviðburði :)  Fyrsta veislan var fyrir fjölskylduna og var haldin heima hjá Möggu systur kl. 2.  Stefán Sölvi var kátur að sjá alla krakkana sem mættir voru í afmælið og þegar stór bolti kom upp úr einum pakkanum var hann afar ánægður.  Svo var sunginn afmælissöngurinn fyrir drenginn og þá varð hann alveg eins og kleina, fór þvílíkt hjá sér !  Hilda systir hjálpaði honum að blása á afmæliskertið.  Hann naut sín í botn í veislunni og fékk að gæða sér á kökum og ís hjá Möggu frænku.  Hann var líka afar duglegur að sýna hversu fær hann er orðin í að labba.  Kl. 5 var svo veisla fyrir vinkonur mömmu heima í Skipholtinu.  Aftur kom fullt af krökkum og Stefán naut þess að brölta um með þeim og leika.  Aftur var sunginn afmælissöngurinn og aftur fór drengurinn hjá sér :)  Enn fleiri gjafir streymdu í hús og eru nú allar hillur fullar af flottu dóti :)  Þegar klukkan nálgaðist átta var afmælisbarnið orðið ansi þreytt og sofnaði á svipstundu þegar búið var að búa hann fyrir rúmið.  Góður dagur :)
 Byrjað var á því að smakka á pökkunum
 Hmmm þetta er spennó
 Reynt að opna
 Hæstánægður með löggubílinn sinn
 Opnar pakkann frá mömmu
 Reiður þegar hann náði ekki púslinu úr plastinu :)
 Búinn að prófa að toga út stólinn
 Stoltur og flottur sitjandi í stólnum
 Hér stendur Stefán 1 :)
 Opnar pakka með aðstoð frá krökkunum :)
 Stendur flottur með kubbafötuna sína
 Hvað viltu með þessa myndavél mammma ?
 Mæðgin í vinkonuveislunni
 Snúlli orðinn pínu þreyttur
 Hér voru við að opna pakka
Prinsinn ánægður með allar gjafirnar :)