Við Stefán Sölvi brugðum okkur af bæ í dag og fórum í Kópavoginn til Sifjar vinkonu til að passa Ægi son hennar. Ægir og Stefán hafa mikinn áhuga hver á öðrum en það þarf að hafa afar náið eftirlit með þeim saman þar sem litlu hendurnar eru ekkert að passa sig á því hvar þær pota :) Sif brá sér í klippingu og fljótlega eftir það fóru drengirnir að lúra. Þeir vöknuðu báðir svangir og fengu stappaðan banana að borða. Stefán sá á eftir hverjum bita ofan í Ægi og hefði gjarnan viljað borða hans hluta líka :) Pössunin gekk afar vel að öllu leiti, Ægir var ekkert hræddur við mig og bara glaður að hafa okkur hjá sér. Hann sló Stefán að vísu utan undir einu sinni en til allrar lukku jafnaði fórnarlambið sig fljótt :) Hér eru myndir af þeim að leika sér í sófanum saman :)
Sætir herrar sestir við leikfangakörfuna í sófanum :)
Loka augunum út af flassinu :)
Stefán elskar að éta flöskur :)
Ægi fannst gaman að setja dót á hausinn á Stefáni og láta það detta
Litlir bisandi karlar :)
Flottir gæjar :D
Jimundur minn, hvernig er bara hægt að eiga svona fallega drengi :D
ReplyDeleteÞetta er aðeins á færi fagmanna Sif :D
ReplyDelete