Lilypie Third Birthday tickers

Wednesday, November 2, 2011

Í fyrsta sinn..

Og enn gerir Stefán eitthvað merkilegt í fyrsta sinn :)  Í dag var það tvennt.  Í fyrsta lagi náði hann að opna eina skúffuna á sófaborðinu ! Ég sé fram á vandamál í framtíðinni með þær skúffur, enda fullar af spilum !  Í öðru lagi fór hann í stóra baðið í fyrsta sinn.  Hann sat þar eins og herforingi í baðsæti og skvampaði með höndum og fótum :)  En í þetta sinn tókst honum ekki að skvetta út á gólf og fötin hennar mömmu héldust þurr :)  Alltaf gaman að gera eitthvað nýtt :D

No comments:

Post a Comment