Stefán Sölvi var í sex mánaða skoðun í morgun. Hann er nú 10,9 kg á þyngd og 71,5 cm á lengd :) Hann náði ekki að slá met systur sinnar sem var 11 kg og 72 cm á sama aldri! Honum líkaði vel við lækninn sem skoðaði hann og sprautaði, hún var líka svo snjöll að hún náði að sprauta hann þannig að hann tók ekki eftir því. Hann varð aðeins skrítinn á svipinn en gleymdi svo öllu um þetta þegar ég fór að spjalla við hann. Fékk bara að heyra að ég ætti fullkomið eintak, hress og flottur strákur :D
No comments:
Post a Comment