Lilypie Third Birthday tickers

Sunday, November 20, 2011

Bíltúr með Steinku og Gumma

Við Stefán skruppum í bíltúr með Steinku og Gumma í nýja jeppanum þeirra.  Leiðin lá upp í Hvalfjörð, fram hjá Meðalfellsvatni, í gegnum Kjósarskarð og niður á Þingvelli.  Við fórum svo Nesjavallaleiðina til baka.  Stefáni fannst ferðin ágæt á köflum, svaf reyndar stóran hluta hennar :)  Við stoppuðum við Þórufoss og þar fórum við Stefán út að skoða, en bara stutta stund því það var svo kalt úti.  Þegar komið var á Þingvelli var unginn orðinn ansi leiður á því að vera fastur í bílstólnum og fékk smá mjólkurhressingu.  Hann var ekki sáttur við að vera spenntur niður aftur og síðasta part leiðarinnar kvartaði hann hástöfum.  Við stoppuðum aðeins á bensínstöð og þá tók hann gleði sína á ný.  Hér er mynd af okkur með Steinku og Freyju við Þórufoss, tekin á símann minn :)

No comments:

Post a Comment