Stefán Sölvi sló öll met aðfaranótt föstudagsins og svaf í sjö og hálfa klukkustund í einum rykk ! Fyrra met var sjö tímar, vonandi er þetta byrjunin á löngum nætursvefni á hverri nóttu :) Svo í dag voru önnur tímamót, herrann fékk að borða tvisvar sinnum í dag. Hann fékk banana, appelsínu og eplagraut í kvöldmatinn en hrísgrautinn í hádegismat. Hann elskar að borða og allt gengur vel. Upprennandi lítið matargat !
No comments:
Post a Comment