Lilypie Third Birthday tickers

Wednesday, November 16, 2011

Sif í sundi með krílríki :)

Vegna fæðingablettatöku er mér bannað að fara í sund til 21. nóvember svo nú voru góð ráð dýr síðasta laugardag, einhver varð að fara með unga manninn í ungbarnasundið.  Sif vinkona var svo indæl að fara með okkur og sjá um prinsinn í lauginni.  Hún var einmitt á námskeiði hjá Ungbarnasundi Erlu með Ægi sinn svo hún er vön kona :D  Stefán var ánægður allan tímann, kafaði oft og var meira að segja duglegur að hanga í hringjum alveg án aðstoðar.  Mamman fylgdist spennt með frá bakkanum.  Hér eru myndir af þeim frá sundtímanum, teknar á símann minn :)
 Komin út í og tilbúin fyrir tímann
 Nú var skemmtilegt að gera bakæfinguna, í síðustu viku var bara gargað
 Svo ánægður hjá Sif sinni :)
Skemmtileg æfing þegar unginn er í góðu skapi :)
Hér er Erla sundkennari að hjálpa til við hringjaæfinguna

2 comments:

  1. Athugasemdin mín horfin...?
    Skil ekkert í mér að vera að rogast þetta með drenginn nær allan uppúr hahaha :D

    ReplyDelete
  2. Hahah já, hefði verið betra að nýta sér að láta vatnið halda litla hlunk uppi :D

    ReplyDelete