Lilypie Third Birthday tickers

Wednesday, November 30, 2011

Margt að frétta :)

Jæja, ég hef ekki getað bloggað lengi enda verið tölvulaus !  Af Stefáni Sölva er allt gott að frétta.  Hann er orðinn svo duglegur að borða, fær 3 máltíðir á dag og ég fer núna að auka þær í fjórar :)  Hann borðar epli, perur, sveskjur, banana, kartöflur, sætar kartöflur, brokkólí,avokadó, grasker (butternut squash), gulrætur, mangó og papayja !  Hann hefur enn ekki hafnað neinu sem honum hefur verið boðið :)  Hann elskar að borða :)  Svo er minn maður orðinn svo duglegur að hreyfa sig.  Hann veltir sér nú um allt, bakkar og snýr sér í hringi.  Með þessum aðferðum tekst honum að ferðast um íbúðina þó að hann lendi nú oft í vandræðum, fastur undir borði eða stólum :)  Hann er orðinn duglegur að sitja einn en maður verður samt að hafa púða tilbúinn fyrir hann að detta á eða sitja sjálfur í nágrenninu.  Þetta kemur með kalda vatninu.  Hér eru nokkrar myndir af sjarmatröllinu:
 Krúttus brosir
 Hissa !
 Duglegur að drekka vatn
 Gaman að tala við Hildu systur :)
Káti karlinn minn :)
 Með skrítnu húfuna sína
 Glaður maður búinn að ná í skál sem mamma var með í neðstu hillunni
 Leikur sér með blöðruna sína
Stundum kemst maður í vandræði undir borði :D

4 comments:

  1. Nú er stutt í að hann fari að rífa og tæta og þú að hlaupa á eftir honum um allt :-) heheh þetta er svooo gaman ;-)

    ReplyDelete
  2. Nú er að taka Línu á þetta og setja rykmoppu undir hann, svona lífræn sjálfvirk ryksuga!!

    ReplyDelete
  3. Hehe já, nú er friðurinn að verða úti :) Og já, best að smella moppu á magann og hver þarf þá að kaupa ryksugurobot !

    ReplyDelete
  4. Þessi húfa var ekkert skrítin, hún var bara misskilin :S haha, hlakka til að sjá vettlingana sem urðu úr henni!

    Kristín Anna

    ReplyDelete