Lilypie Third Birthday tickers

Friday, October 28, 2011

Stefán Sölvi fær að borða graut í fyrsta sinn :)

Þar kom að því, stóri strákurinn minn fékk að prófa graut í fyrsta skipti í dag.  Hann fékk nokkrar skeiðar af hrísgraut og líkaði bara vel.  Hann tók spenntur á móti skeiðunum en er ekki alveg klár á hvað hann á að gera ennþá svo mikið af grautnum rann bara niður í smekkinn :)  Þetta var bara byrjunin, verður spennandi að sjá hvernig framvindan verður.  Byrjunin lofar amk góðu !
 Tilbúinn í slaginn, með Gordjöss smekkinn sinn :)
 Amm amm amm, nartar í skeiðina
Ekki sem verst, virkar samt frekar efins á myndunum :)

Wednesday, October 26, 2011

Duglegi litli karlinn :)

Stefán Sölvi er alltaf að verða duglegari og duglegari að hreyfa sig.  Hann á nú orðið mjög auðvelt með að velta sér yfir á magann og síðan reynir hann að komast eitthvað áfram en greyið fer bara aftur á bak :)  Hann er ekki eins duglegur við að velta sér frá maganum yfir á bakið en það gerist samt af og til :)  Hann er líka að verða betri í að sitja með aðstoð og er með uppblásinn leikhring til að æfa sig í .  Enn sem komið er rennur hann bara niður í hringinn en endist afar stutt sitjandi :)  Það er afar gaman að fylgjast með honum, alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi :)  Hér eru nokkrar myndir af duglega herranum mínum:
 Gaman að skvampa í baði :)
 Stefáni Sölva elskar að leika með tómar flöskur
Sæti karlinn með fínu húfuna sína
 Hér er verið að æfa sig að sitja uppi, gott að hafa fullt af dóti til að einbeita sér að
 Hér er maður búinn að enda undir borði eftir að hafa rúllað um og ýtt sér aftur á bak :)


Thursday, October 20, 2011

Fimm mánaða skoðun

Í dag mættu við Stefán Sölvi í fimm mánaða skoðun í heilsugæsluna í Drápuhlíð.  Nýjustu tölur eru: 10.330g og 70,5 cm !  Hann er vel yfir kúrfunni bæði í lengd og þyngd.  Svo fékk litla greyið tvær sprautur og þá var mikið grátið.  Skv. hjúkkunni er nýja bóluefnið við eyrnabólgu að valda börnum einhverjum óþægindum, amk gráta þau meira þegar þau fá þá sprautu en þau gera við aðrar sprautur.  Stefán fyrirgaf hjúkkunni að lokum og var farinn að senda henni leiftrandi bros eftir smá stund :)  Spennandi að sjá hvort hann nær að jafna met systur sinnar, 11 kg sex mánaða, hann er nákvæmlega jafn þungur og hún var fimm mánaða svo það gæti vel gerst :)

Monday, October 17, 2011

Saturday, October 15, 2011

Barnastóllinn prófaður í fyrsta sinn :)

Jæja, í dag prófaði Stefán Sölvi að sitja í barnastólnum sínum í fyrsta sinn.  Mömmu gekk nú ekki alveg nógu vel að stilla hann svo að fyrst gekk erfiðlega að setja herrann í hann, svo var erfitt að taka hann úr aftur !  Mamma varð hreinlega að losa skrúfur og taka eitt stykki af til að frelsa karlgreyið :)  Hann fékk svo að prófa að sitja við borðið meðan mamma borðaði með þremur vinkonum sínum sem voru að halda pizzapartí á staðnum :)  Stefáni fannst ekkert leiðinlegt að prófa stólinn, var afar stoltur af sjálfum sér !  Hér eru myndir frá þessum merkisatburði :
 Þetta er stuð!
 Hvað segir þú, á maður að borða þegar maður situr í svona stól ?
 Vá hvað ég er töff þegar ég sit svona

Party time !

Wednesday, October 12, 2011

Sumir eru farnir að hreyfa sig ansi mikið!

Stefán Sölvi er búinn að uppgötva að hann getur hreyft sig á ýmsan máta og æfir sig mikið þessa dagana.  Hann er orðinn duglegur í að velta sér á magann og þegar hann er uppi í rúmi hjá mér tekst honum oft að velta sér yfir á bakið aftur.  Honum gengur aðeins verr með það þegar hann er á gólfinu frammi enda ekki eins mjúkt :)  Í dag lagði ég hann á leikteppið og lét lappirnar á honum snúa inn að sófaborðinu.  Eftir fimm mínútur var hann búinn að snúa sér við svo að fæturnar voru komnar út á gólf.  Næsta sem ég sá þá var hann búinn að snúa sér yfir á magann.  Ég var að spjalla í símann og kíkti því ekki stöðugt á hann en svo sé ég allt í einu að hann er kominn út á gólf!  Ferðalaginu lauk þannig að hann hafði náð að ýta sér aftur á bak að borðstofuborðinu og sat fastur með fæturnar sitthvoru megin við einn stólfótinn :)  Þá varð hann auðvitað fúll og kallaði á mömmu.  Það virðist vera að sumir séu að flýta sér að verða fullorðnir, vill komast áfram í lífinu !

Monday, October 10, 2011

Krílríkurinn Stefán Sölvi á Þingvöllum

Við Stefán Sölvi fórum með Gunnellu vinkonu á Þingvelli í dag.  Enn og aftur í fyrsta sinn sem Stefán gerir eitthvað :)  Við Gunnella höfum nú komið á staðinn áður (meira en nokkrum sinnum :)) en sjaldan í jafn dásamlegu haustveðri.  Það var blankalogn og glampandi sólskin !  Við gengum um allt svæðið, skoðuðum gjánna, fossinn, Flosagjá, kirkjuna, kirkjugarðinn og gamla bæinn.  Stefán var í burðarpoka framan á mér en ég fór ekki að finna fyrir því að bera hann fyrr en kom að því að ganga upp að Öxarfossi.  Hann hafði það gott í pokanum, steinsofnaði bara á tímabili :)  Gunnella tók hrúgu af ljósmyndum og skoppaði um hraunið, við Stefán héldum okkur á viðurkenndum stígum.  Hér eru myndir frá deginum:
 Stefán Sölvi á útsýnispallinum við enda Almannagjár
 Útsýnið fína !
 Gunnella brá sér aðeins inn í sprungu :)
Við Stefán í gamla kirkjugarðinum

Sunday, October 9, 2011

Stefán Sölvi og nýi frændinn :)

Í dag skruppum við ásamt öllum hinum ömmusystrunum í heimsókn til Svanhildar og fjölskyldu að sjá litla frændann okkar nýja.  Sá litli var vakandi og við notuðum tækifærið og tókum nokkrar myndir af fallegu drengjunum saman :)  Ótrúlegt að Stefán hafi einhverntímann verið svona lítill!
 Litli og stóri
 Stefán var á ferð og flugi
 Hló glaðlega, ánægður með myndatöku
 Eru þeir ekki sætir ???
 Snúllarnir tveir
Hér fékk lillinn alveg nóg af þessu en Stefán er enn sáttur :)

Saturday, October 8, 2011

Margt að sýsla

Við Stefán höfum gert ýmislegt síðastliðna viku.  Hann brá sér á stefnumótunarfund hjá Félagi íslenskra náttúrufræðinga, mætti á fund hjá lagabreytinganefnd BHM og fór í heimsókn og kíkti á nýja litla frænda sinn :)  Því miður var sá litli steinsofandi svo við náðum ekki að taka mynd af þeim saman en það verður bara að bíða betri tíma :) Í dag fórum við í síðasta tímann á þessu ungbarnasundsnámskeiði og því miður varð litli karl alveg miður sín og hágrét stóran hluta tímans.  Hann róaðist þó undir lokin og kafaði flott.  Maður kennarans var með vatnshelda myndavél og tók mynd af krökkunum að kafa.  Hann náði fínni mynd af litla kafaranum mínum sem ég birti hér með :)  Hann hitti svo Gunnellu vinkonu í fyrsta skipti í dag.  Herrann brosti sínu blíðasta til hennar, vildi greinilega heilla hana upp úr skónum.  Er ekki frá því að það hafi tekist :D  En hér er s.s. myndin flotta:

Sunday, October 2, 2011

Fyrsta sinn í bað með mömmu :)

Óþekktargormurinn Stefán Sölvi gabbaði mömmu sína fyrr í kvöld.  Eftir að hafa rifið sig upp nokkrum sinnum þegar mamma var að láta hann niður var hann loks sofnaður fyrir nóttina.  Eða það hélt mamma.  Þegar Hilda systir ætlaði svo að laumast inn í herbergi og ná í handklæði blasti við í rúminu eldhress, glaðvakandi ungur maður með fæturnar uppi á rúmbarminum !  Mamma var að skella sér í bað og ákvað að prófa að leyfa þeim velvakandi að koma með.  Það sló alveg í gegn hjá mínum manni sem brosti og hló allan tímann :)  Skvetti aðeins vatni á mömmu sína og hékk í sturtuhenginu :)  Mamma var aðeins á nálum að hafa hann bleiulausan með sér í baðinu en þetta gekk allt stórslysalaust :)  Stefán fær örugglega að prófa að koma með í baðið aftur :)


Saturday, October 1, 2011

Orðinn stóri frændi !!

Stefán Sölvi er orðinn stóri frændi !  Guðlaug Hrefna systurdóttir mín fæddi í kvöld velskapaðan lítinn dreng :)  Hann var 4270g og 52 cm.  Það verður gaman að sjá þá tvo leika sér saman í framtíðinni :)

Ævintýrið með gulrótarkökuna - eða þegar Stefán smakkaði annað en brjóstamjólk í fyrsta sinn :)

Steinka systir á afmæli í dag svo við Stefán Sölvi skelltum okkur í kaffi til hennar eftir ungbarnasundið.  Ég keypti gulrótarköku og tók með mér en þegar við héldum heim á leið lét Steinka okkur hafa afganginn af henni með heim.  Það var um helmingur eftir, kakan var í pappaformi með plastloki.  Ég lagði kökuna ofan á Stefán í barnabílstólnum á leiðinni út í bíl, skellti honum inn og keyrði svo heim.  Þegar ég steig út úr bílnum hér heim og ætlaði að taka soninn út blasti við mér ótrúleg sjón.  Drengurinn var allur út í kremi !  Það var krem í kringum munninn, á höndunum, á peysunni hans, á böndunum á húfunni og á beltunum á bílstólnum !! Í kjöltu hans lá ansi löskuð gulrótarkaka, mínus plastlok, með mikið af krafsförum í kreminu !  Því miður var myndavélin rafmagnslaus svo ég gat ekki tekið mynd af herlegheitunum :)  Þar sem hendurnar og munnurinn voru útsvínuð er ekki spurning að eitthvað af kreminu hefur ratað í munninn á honum.  Ekki var að sjá að honum hafi orðið meint af því en ég hafði nú hugsað mér að gefa honum eitthvað annað að borða í fyrsta sinn!