Stefán Sölvi er alltaf að verða duglegari og duglegari að hreyfa sig. Hann á nú orðið mjög auðvelt með að velta sér yfir á magann og síðan reynir hann að komast eitthvað áfram en greyið fer bara aftur á bak :) Hann er ekki eins duglegur við að velta sér frá maganum yfir á bakið en það gerist samt af og til :) Hann er líka að verða betri í að sitja með aðstoð og er með uppblásinn leikhring til að æfa sig í . Enn sem komið er rennur hann bara niður í hringinn en endist afar stutt sitjandi :) Það er afar gaman að fylgjast með honum, alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi :) Hér eru nokkrar myndir af duglega herranum mínum:
Gaman að skvampa í baði :)
Stefáni Sölva elskar að leika með tómar flöskur
Sæti karlinn með fínu húfuna sína
Hér er verið að æfa sig að sitja uppi, gott að hafa fullt af dóti til að einbeita sér að
Hér er maður búinn að enda undir borði eftir að hafa rúllað um og ýtt sér aftur á bak :)