Lilypie Third Birthday tickers

Thursday, June 16, 2011

Vigtun 4 vikna

Við Stefán Sölvi mættum á Heilsugæslustöð Hlíðarsvæðis í dag til að láta vigta og mæla litla karlinn.  Hann var ekkert ósáttur við að vera klæddur úr fötunum og vera skellt á vigtina.  Í þetta skipti var um að ræða tölvuvigt svo að talan er áreiðanleg, herrann er orðinn 5700g !  Við teygðum svo úr honum og mældum, hann er orðinn 57,5 cm :)  Hefur sem sagt lengst um 5,5 cm frá fæðingu en bætt á sig um 1800g !  Til samanburðar má nefna að Hilda systir hans var 5500g þegar hún var 4 vikna !

No comments:

Post a Comment