Lilypie Third Birthday tickers

Sunday, June 26, 2011

Stefán Sölvi fer í fyrsta sinn út úr bænum :)

Í dag skelltum við Stefán Sölvi okkur í heimsókn til Möggu systur sem er í sumarbústað uppi í Húsafelli.  Mamma og Hilda Margrét voru með í för, Svanhildur og fjölskylda komu líka.  Sá litli svaf alla leiðina upp eftir og rumskaði akkúrat þegar við komum að bústaðnum.  Hann naut svo dagsins vel því alltaf var einhver til staðar tilbúinn til að knúsa hann og ganga um með hann.  Algert lúxuslíf fyrir lítið kríli.  Þegar kom að því að halda heim á leið fékk hann góðan mjólkuskammt og svaf alla leiðina heim líka.  Ég gat svo tekið hann úr stólnum og sett í rúmið án þess að hann vaknaði og hann svaf samtals í um 6 tíma :)  Nýtt met fyrir litla karl !

No comments:

Post a Comment