Stefán Sölvi prófaði vagninn sinn í fyrsta skipti í dag. Við fórum niður í bæ með Hildu og Ragga til að skoða mannlífið á 17. júní. Þegar við komum að Hlemmi var skrúðgangan einmitt að fara af stað og fylgdum við henni að hluta niður Laugaveginn. Litli karl er því búinn að fara í sína fyrstu skrúðgöngu :) Alltaf eitthvað nýtt fyrir hann að prófa. Við röltum alla leið niður á Austurvöll og settumst þar smá stund og fengum okkur hressingu. Systkinin stilltu sér svo upp fyrir framan kransinn við styttu Jóns Sigurðssonar og voru mynduð í tilefni dagsins. Stefán Sölvi var reyndar steinsofandi á meðan á þeirri myndatöku stóð - í raun svaf hann allan tímann sem við vorum úti ! Við stoppuðum aðeins í Kolaportinu og heilsuðum upp á ömmu hennar Hildu. Svo var haldið heim á leið, alls voru þetta 4 klst sem ferðin tók.
No comments:
Post a Comment