Í dag kom heimahjúkkan og viktaði Krílrík. Í ljós kom að hann er ekkert kríli lengur, er orðinn 5420g !! Hilda Margrét var 5500g þegar hún var fjögurra vikna svo hann virðist ætla að slá henni við !! Hjúkkan vildi svo kíkja hversu duglegur hann væri að halda höfði þegar hann væri á maganum og Krílríkur stóð sig með prýði, færði höfuðið til beggja hliða og upp og niður :) Næsta skoðun er svo 20. júní, gaman að vita hverjar tölurnar verða þá!!
No comments:
Post a Comment