Sunday, June 12, 2011
Nafngiftarveislur :)
Í dag 12. júní tilkynnti ég nafnið sem við Hilda völdum á Krílrík litla. Haldnar voru tvær veislur, eina fyrir fjölskylduna og eina fyrir vinkonurnar :) Fyrri veislan var kl. 14 og þegar allir voru samankomnir hélt ég smá tölu þar sem ég sagði frá því að mér hefði dreymt fyrra nafnið áður en hann fæddist og seinna nafnið hefði ég svo valið því mér fannst það hljóma svo vel með hinu. Svo sagði ég nafnið: Stefán Sölvi :) Allir óskuðu okkur til hamingju með nafnið og svo borðuðum við af glæsilegu kökuhlaðborði :) Ég keypti marsipantertur fyrir báðar veislur með nafninu hans og svo höfðu mamma, Svanhildur, Helga, Magnea og Kristín Anna búið til kökur fyrir mig. Ég gerði skyrtertur og rúllutertubrauð. Svo mættu vinkonurnar kl. 16 og ég hélt aftur stutta ræðu og þær stóðu allar upp, spenntar að heyra nafnið. Hilda fékk að tilkynna það í þetta sinn og var klappað fyrir nafninu :) Þótt allir hámuðu í sig kökur var fullt af afgöngum, það verður s.s. nóg að bíta og brenna hér í kotinu næstu daga !
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment