Við Stefán Sölvi mættum í sex vikna skoðun í morgun. Litli gaur var fyrst lengdarmældur og er orðinn 59,5 cm. Síðan var honum skellt á vigtina og þá glennti hjúkkan upp augun. Hann er orðinn 6280g !! Glæsilegur piltur !!
Síðan skoðaði læknir litla piltinn og það fannst honum frekar leiðinlegt. Allt kom vel út og við mætum næst í 9 vikna skoðun. Spennandi að vita hverjar tölurnar verða þá !
Monday, June 27, 2011
Myndir frá bústaðarferð
Krúttilegur að vanda innvafinn í teppi :)
Slappað af utandyra með Svanhildi frænku
Fegurðarblundur í rúminu hennar Möggu
Stefán Sölvi spjallar við Möggu frænku
Svanhildur rölti með hann um gólf þegar hann varð órólegur
Alger lúxus :)
Svo lagði hann sig hjá Hildu systur :D
Alveg snar þegar hann var klæddur í útifötin !
Slappað af utandyra með Svanhildi frænku
Fegurðarblundur í rúminu hennar Möggu
Stefán Sölvi spjallar við Möggu frænku
Svanhildur rölti með hann um gólf þegar hann varð órólegur
Alger lúxus :)
Svo lagði hann sig hjá Hildu systur :D
Alveg snar þegar hann var klæddur í útifötin !
Sunday, June 26, 2011
Stefán Sölvi fer í fyrsta sinn út úr bænum :)
Í dag skelltum við Stefán Sölvi okkur í heimsókn til Möggu systur sem er í sumarbústað uppi í Húsafelli. Mamma og Hilda Margrét voru með í för, Svanhildur og fjölskylda komu líka. Sá litli svaf alla leiðina upp eftir og rumskaði akkúrat þegar við komum að bústaðnum. Hann naut svo dagsins vel því alltaf var einhver til staðar tilbúinn til að knúsa hann og ganga um með hann. Algert lúxuslíf fyrir lítið kríli. Þegar kom að því að halda heim á leið fékk hann góðan mjólkuskammt og svaf alla leiðina heim líka. Ég gat svo tekið hann úr stólnum og sett í rúmið án þess að hann vaknaði og hann svaf samtals í um 6 tíma :) Nýtt met fyrir litla karl !
Saturday, June 25, 2011
Sætamúsin
Gaman á leikteppi :)
Í flottu prjónapeysunni og húfunni frá mömmu hennar Magneu :)
Nýkominn úr baði, við það bil að fara að kvarta :)
Sybbinn og sætur í náttgalla
Orðinn alveg snar yfir þessum myndatökum !
Í flottu prjónapeysunni og húfunni frá mömmu hennar Magneu :)
Nýkominn úr baði, við það bil að fara að kvarta :)
Sybbinn og sætur í náttgalla
Orðinn alveg snar yfir þessum myndatökum !
Wednesday, June 22, 2011
Tuesday, June 21, 2011
Sofið úti á svölum í vagninum í fyrsta sinn
Enn og aftur gerir drengurinn eitthvað í fyrsta sinn. Í dag var það að sofa úti í vagninum. Það tók tvær tilraunir að fá hann til að sofna í vagninum en þegar það loksins tókst svaf hann í tvo tíma. Þá er bara að gera þetta að daglegum sið :)
Monday, June 20, 2011
Sunday, June 19, 2011
Friday, June 17, 2011
Fyrsta sinn út í vagn á fyrsta þjóðhátíðardeginum :)
Stefán Sölvi prófaði vagninn sinn í fyrsta skipti í dag. Við fórum niður í bæ með Hildu og Ragga til að skoða mannlífið á 17. júní. Þegar við komum að Hlemmi var skrúðgangan einmitt að fara af stað og fylgdum við henni að hluta niður Laugaveginn. Litli karl er því búinn að fara í sína fyrstu skrúðgöngu :) Alltaf eitthvað nýtt fyrir hann að prófa. Við röltum alla leið niður á Austurvöll og settumst þar smá stund og fengum okkur hressingu. Systkinin stilltu sér svo upp fyrir framan kransinn við styttu Jóns Sigurðssonar og voru mynduð í tilefni dagsins. Stefán Sölvi var reyndar steinsofandi á meðan á þeirri myndatöku stóð - í raun svaf hann allan tímann sem við vorum úti ! Við stoppuðum aðeins í Kolaportinu og heilsuðum upp á ömmu hennar Hildu. Svo var haldið heim á leið, alls voru þetta 4 klst sem ferðin tók.
Thursday, June 16, 2011
Vigtun 4 vikna
Við Stefán Sölvi mættum á Heilsugæslustöð Hlíðarsvæðis í dag til að láta vigta og mæla litla karlinn. Hann var ekkert ósáttur við að vera klæddur úr fötunum og vera skellt á vigtina. Í þetta skipti var um að ræða tölvuvigt svo að talan er áreiðanleg, herrann er orðinn 5700g ! Við teygðum svo úr honum og mældum, hann er orðinn 57,5 cm :) Hefur sem sagt lengst um 5,5 cm frá fæðingu en bætt á sig um 1800g ! Til samanburðar má nefna að Hilda systir hans var 5500g þegar hún var 4 vikna !
Tuesday, June 14, 2011
Myndir frá nafngiftarveislum
Kræsingarnar sem boðið var upp á í veislunni
Önnnur nafngiftartertan :)
Björg fær að máta lítinn Stefán Sölva :)
Mamman sá um að opna gjafirnar hans :)
Tvær góðar saman með litla gaura :) Ægir og Stefán Sölvi afslappaðir og ánægðir
Önnnur nafngiftartertan :)
Óli stoltur að halda á litla frænda sínum :)
Steinar ekki minna stoltur með hann í fanginu :)Björg fær að máta lítinn Stefán Sölva :)
Mamman sá um að opna gjafirnar hans :)
Tvær góðar saman með litla gaura :) Ægir og Stefán Sölvi afslappaðir og ánægðir
Sunday, June 12, 2011
Nafngiftarveislur :)
Í dag 12. júní tilkynnti ég nafnið sem við Hilda völdum á Krílrík litla. Haldnar voru tvær veislur, eina fyrir fjölskylduna og eina fyrir vinkonurnar :) Fyrri veislan var kl. 14 og þegar allir voru samankomnir hélt ég smá tölu þar sem ég sagði frá því að mér hefði dreymt fyrra nafnið áður en hann fæddist og seinna nafnið hefði ég svo valið því mér fannst það hljóma svo vel með hinu. Svo sagði ég nafnið: Stefán Sölvi :) Allir óskuðu okkur til hamingju með nafnið og svo borðuðum við af glæsilegu kökuhlaðborði :) Ég keypti marsipantertur fyrir báðar veislur með nafninu hans og svo höfðu mamma, Svanhildur, Helga, Magnea og Kristín Anna búið til kökur fyrir mig. Ég gerði skyrtertur og rúllutertubrauð. Svo mættu vinkonurnar kl. 16 og ég hélt aftur stutta ræðu og þær stóðu allar upp, spenntar að heyra nafnið. Hilda fékk að tilkynna það í þetta sinn og var klappað fyrir nafninu :) Þótt allir hámuðu í sig kökur var fullt af afgöngum, það verður s.s. nóg að bíta og brenna hér í kotinu næstu daga !
Thursday, June 9, 2011
Nýjustu tölur !
Í dag kom heimahjúkkan og viktaði Krílrík. Í ljós kom að hann er ekkert kríli lengur, er orðinn 5420g !! Hilda Margrét var 5500g þegar hún var fjögurra vikna svo hann virðist ætla að slá henni við !! Hjúkkan vildi svo kíkja hversu duglegur hann væri að halda höfði þegar hann væri á maganum og Krílríkur stóð sig með prýði, færði höfuðið til beggja hliða og upp og niður :) Næsta skoðun er svo 20. júní, gaman að vita hverjar tölurnar verða þá!!
Tuesday, June 7, 2011
Nýjar myndir af sæta
Dásamlega litla bollutígrisdýrið mitt !
Hér er maður í öðrum tígrísdýragalla :)
Og hér er maður alveg fokreiður :D
Krílríkur kúrir á öxlinni á Ragga
Raggi er fagmaður með þriggja barna reynslu enda var Krílríkur hæstánægður hjá honum
Hér er maður í öðrum tígrísdýragalla :)
Og hér er maður alveg fokreiður :D
Krílríkur kúrir á öxlinni á Ragga
Raggi er fagmaður með þriggja barna reynslu enda var Krílríkur hæstánægður hjá honum
Wednesday, June 1, 2011
Enn fleiri Krílríksmyndir :D
Litli páskaunginn minn glaður í morgunsárið
Sumir drógu til sín bleiuna og kúrðu svo svona
Alexander litli bróðir Kerans kom í heimsókn
Það eru 9 dagar á milli þeirra, þvílíkt flottir drengir :)
Systkinin kúra enn og aftur
Krílríkurinn viktaður - aldeilis búinn að bæta á sig !
Sætastur allra í mömmu rúmi - kúkaði á bleiuna skömmu fyrir myndatökuna!
Sætur lítill Barbavænn
Hilda spjallar við bróður sinn :)Sumir drógu til sín bleiuna og kúrðu svo svona
Alexander litli bróðir Kerans kom í heimsókn
Það eru 9 dagar á milli þeirra, þvílíkt flottir drengir :)
Systkinin kúra enn og aftur
Krílríkurinn viktaður - aldeilis búinn að bæta á sig !
Sætastur allra í mömmu rúmi - kúkaði á bleiuna skömmu fyrir myndatökuna!
Subscribe to:
Posts (Atom)