Við Stefán Sölvi skelltum okkur á róló í dag með Kristínu vinkonu og Dodda syni hennar. Fyrst fórum við á róló hjá ungbarnaleikskólanum Leikgarði og þar fékk Stefán að prófa að róla í fyrsta sinn. Honum fannst það ekkert leiðinlegt :) Svo fékk hann að prófa að vega við Dodda og fannst það sniðugt en var ekki alveg að fatta hvernig hann ætti að sitja á vegasaltinu svo það var stutt gaman. Hann fékk svo að prufa rennibraut en fannst það svona allt í lagi, ekki neitt rosalega spennandi. Við prófuðum svo tvo aðra rólóa þar sem Dodda fannst litlukrakkaróló ekki nógu spennandi :D Svo kom smá rigningarúði svo við skelltum okkur í Perluna og fengum okkur hressingu. Stefán fékk brauðbollu meðan mamma fékk köku. Við löbbuðum svo á eftir niður að gervigoshvernum í Öskjuhlíðinni en hann var ekki í gangi svo strákarnir fengu ekki að sjá neitt gos. Við Stefán fórum svo heim og lögðum okkur eftir velheppnaðan dag :)
Svolítið píreygur í sólinni
Gaman að róla !
Það fannst Kristínu og Dodda líka
Hressing í Perlunni
Gefðu mér myndavélina!
Flissað í Öskjuhlíðinni
Saturday, March 31, 2012
Wednesday, March 28, 2012
Nokkrar myndir
Sæti litli sofandi karlinn
Gott að fá að kúra hjá Möggu frænku þegar maður er lasinn
Ójá, alltaf eru þau sæt þegar þau eru sofandi :)
Brosandi í vagninum - ekki alltaf svona ánægður þar..
Í rífandi stuði inni á klósetti - enda búinn að rífa niður klósettpappírinn
Gaman að djöflast í pappírnum
Ánægður með lífið
Gott að fá að kúra hjá Möggu frænku þegar maður er lasinn
Ójá, alltaf eru þau sæt þegar þau eru sofandi :)
Brosandi í vagninum - ekki alltaf svona ánægður þar..
Í rífandi stuði inni á klósetti - enda búinn að rífa niður klósettpappírinn
Gaman að djöflast í pappírnum
Ánægður með lífið
Sunday, March 25, 2012
Gaman hjá Steinku frænku :)
Við fórum til Steinku systur á sunnudaginn og Stefán fór þegar af stað að skoða uppáhaldsstaðina sína hjá henni. Aðaluppáhaldið er hundamaturinn á gólfinu í eldhúsinu, hann náði að komast í skálina einu sinni og var búinn að taka sér lúku af þurrmat, tilbúinn til að borða :) Síðan kom Úlfhildur, barnabarn Steinku í pössun. Hún er eins árs síðan í desemberbyrjun og farin að labba. Stefáni leist afar vel á frænku sína og faðmaði hana innilega... helst til innilega ! Þau fóru saman inn í svefnherbergi og fóru að tromma á rúmið. Þeim fannst það ekkert leiðinlegt, hlógu og hlógu :) Eiga örugglega eftir að verða góð saman þegar fram líða stundir :) Hér eru nokkrar myndir af þeim í stuði:
Sætu krúttin að skoða rúmið
Rúmið var afar spennandi
Hér eru þau byrjuð að tromma
Svo gaman hjá þeim
Tromma tromma tromma !
Úlfhildur í góðum gír :)
Sætu krúttin að skoða rúmið
Rúmið var afar spennandi
Hér eru þau byrjuð að tromma
Svo gaman hjá þeim
Tromma tromma tromma !
Úlfhildur í góðum gír :)
Tuesday, March 20, 2012
10 mánaða tölur
Snúllinn varð 10 mánaða núna 17. mars og í dag fórum við í 10 mánaða skoðunina. Honum var skellt á vigtina og er nú orðinn 11,9 kg og mældist svo 79,5 cm ! Stór og myndarlegur drengur :) Læknir skoðaði hann svo á eftir þar sem hann var búinn að vera lasinn og var ennþá slappur. Þá kom í ljós að drengurinn er með eyrnabólgu og var settur á sýklalyf. Hann er því kominn á sýklalyf í fyrsta sinn á ævinni.. örugglega ekki síðasta!
Sunday, March 18, 2012
Nýjustu fréttir
Stefán Sölvi byrjaði hjá dagmömmunni á mánudaginn. Reyndar eru þetta dagmamma og dagpabbi, hjónin Sif og Robbi eru í þessu saman fram á haust :) Stefán tók þessari breytingu afar vel, var ekkert að stressa sig yfir því að mamma færi í burtu og fannst bara spennandi að skoða dótið og hina krakkana :) Svo fékk hann að prófa að fara á róló og æddi um allt að kanna heiminn :) Við fórum svo í mömmuhitting á föstudaginn og hittum þar önnur börn sem fædd eru í maí 2011 og mömmur þeirra. Stefáni fannst það nú ekki leiðinlegt að koma á nýjan stað og skoða dót en við hittumst í kjallaranum á Laundromat café. Svo fórum við og sóttum um vegabréf fyrir snáðann en ferðin okkar til Danmerkur nálgast óðfluga. Stefáni þótti konan sem tók myndina fyrir vegabréfið vera frekar skrítin og fékkst ekki til að brosa. Hann horfir því aðeins til hliðar á myndinni og er frekar undrandi á svipinn :) Við skruppum á kaffihús með Möggu systur í gær, Nauthól úti í Nauthólsvík. Stefán fékk brauðsneið að borða og smá smakk af þorskinum mínum en var orðinn frekar þreyttur undir það síðasta. Hann tók svo góðan lúr og skellti sér svo með mér, mömmu, Svanhildi, Guðlaugu og Helga Steinari í IKEA. Eins og venjulega fannst honum mest spennandi að sjá vifturnar í loftinu á lagernum, hann starir alltaf heillaður á þær þegar við komum þangað :) En okkur fannst hann vera frekar slappur enda þegar heim var komið fannst mér hann vera orðinn heitur. Þegar ég mældi hann kom í ljós að litla greyið var kominn með 39,5 stiga hita :( Hann er svo búinn að eyða sunnudeginum í veikindi, er heitur og slappur en reynir samt að halda uppi fjörinu hér og tætir og rífur eftir bestu getu :) Vonandi hressist hann sem fyrst ! Hér á eftir koma nokkrar myndir af sætasta karlinum :)
Þvottavélin er spennandi, þarf aðeins að kíkja þangað inn
Hnoðast með ömmu :)
Gaman að leika sér í gestarúminu hennar ömmu
Hún á svona sniðugar kúlur sem klingir í
Hann Gummi er alveg bráðskemmtilegur
Spennandi dót hjá ömmu, Stefáni langar til að hreinsa það allt af borðunum hennar
Gaman að fá knús hjá systu
Harður nagli :D
Hnoðast með Hildu
Glaður í horninu sem hann má ekki vera í, búinn að stela styttu sem hann má ekki hafa
Klifrað í stiganum hjá ömmu :)
Þvottavélin er spennandi, þarf aðeins að kíkja þangað inn
Hnoðast með ömmu :)
Gaman að leika sér í gestarúminu hennar ömmu
Hún á svona sniðugar kúlur sem klingir í
Einn búinn að stinga af fram á gang :)
Fær knús frá GummaHann Gummi er alveg bráðskemmtilegur
Spennandi dót hjá ömmu, Stefáni langar til að hreinsa það allt af borðunum hennar
Gaman að fá knús hjá systu
Harður nagli :D
Hnoðast með Hildu
Glaður í horninu sem hann má ekki vera í, búinn að stela styttu sem hann má ekki hafa
Klifrað í stiganum hjá ömmu :)
Tuesday, March 13, 2012
Saturday, March 10, 2012
Fimmta tönnin
Þegar ég skoðaði upp í Stefán Sölva í kvöld rak ég augun í fimmtu tönnina. Hún er í efri gómi, við hliðina á þeirri framtönninni sem kom fyrst. Litli maðurinn er því kominn með fleiri tönnslur til að nota til að bíta mömmu sína :)
Thursday, March 8, 2012
Fyrsta klippingin
Stefán Sölvi fór í klippingu í fyrsta skipti í dag :) Silla vinkona snyrti hárið, aðallega við eyrun og er ungi maðurinn alveg gullfallegur eftir þetta - eins og hann reyndar var fyrir :) Sumir hlutir breytast bara ekki :) Hann var pínu óöruggur með þetta fyrst, enda nývaknaður, en svo þegar við settumst við spegilinn og amma fór líka að leika við hann þá gleymdi hann konunni með áhöldin :) Hér eru myndir:
Humm, hvað er konan að fara að gera
Snipp snipp!
Amma passar snáðann :)
Sætur og nýklipptur
Engar lufsur við eyrun
Kátur með klippinguna :)
Humm, hvað er konan að fara að gera
Snipp snipp!
Amma passar snáðann :)
Sætur og nýklipptur
Engar lufsur við eyrun
Kátur með klippinguna :)
Subscribe to:
Posts (Atom)