Jæja, þar kom að því, fyrsta kvefið mætti á svæðið. Aðfararnótt mánudagsins heyrði ég að það snörlaði mikið í honum meðan hann svaf og um morguninn fór hann að hósta. Um kvöldið var svo ljóst að hann var kominn með hita :( Endalausar snýtingar voru ekki beint að gleðja unga manninn og svefninn var erfiður enda óþægilegt að vera svona stíflaður. Á fimmtudaginn fór ég með hann í skoðun á heilsugæsluna og læknirinn hlustaði hann, skoðaði í eyrun og í hálsinn. Allt leit vel út og nú hefur hann verið hitalaus í 2 daga :) Smá hor í nös ennþá en annars er hann bara orðinn sprækur. Drengurinn varð 9 mánaða þann 17. febrúar og ég lét vigta hann og lengdarmæla af því tilefni um leið og hann var skoðaður í gær. Hann er orðinn 11,7 kg og 77,5 cm. Og já, minn maður er ennþá vel yfir meðaltalinu :) Hér er ein mynd af litla kvefpestargemlingnum svona til að skreyta þessa frétt :)
Fær knús frá systu í veikindunum
No comments:
Post a Comment