Á mánudaginn heimsóttum við Sif vinkonu og fjölskyldu og afhentum Ægi litla afmælisgjöfina sína en hann varð 1 árs þann 31. janúar sl. Stefán var spenntur að skoða allt dótið hans og kíkja á allt þetta nýja sem fyrir augu bar. Allt í einu bendi Sif mér á að hann var farinn að skríða um á hnjánum. Hann hefur stundum farið aðeins upp á hnén en aldrei svona mikið. Loksins búinn að læra "ekta" skrið :) Næstu daga eftir þetta gerði hann þetta aftur og aftur en fer líka niður á magann og skríður með gömlu aðferðinni. Gaman að þessu :)
No comments:
Post a Comment