Á hverju ári heldur stórfjölskyldan kalkúnaveislu þar sem Steinka systir eldar kalkún og allir koma með meðlæti og eftirrétt í púkkið. Stefán Sölvi mætti nú í fyrsta sinn og líkaði afar vel. Hann fékk að bragða kalkúninn og honum fannst það nú ekkert leiðinlegt. Svo fékk hann líka að prófa meira af ísnum hennar ömmu en kökur og súkkulaðiísar bíða framtíðarinnar. Við fórum í samkvæmisleik þar sem lesa átti upp spurningu af miða og sessunautur átti að lesa upp svar af öðrum miða. Þetta var oft ákaflega fyndið og því var hlegið hátt og innilega. Aumingja Stefáni fannst þetta helst til mikill hávaði og fór að hágráta. Hann jafnaði sig þó fljótt enda nóg af aðdáendum til að veita honum athygli :) Svo var spurningarkeppni þar sem fólkinu var skipt í 3 lið og ég var spyrillinn. Stefán tók virkan þátt í keppninni en náði ekki að svara neinu :) Þetta var frábær veisla að vanda en á næsta ári verður Stefán örugglega virkari í fjörinu !
Stefán var flottur í matrósafötum, ólmast hér hjá Atla frænda
Það er þéttsetið í stofunni þegar stórfjölskyldan kemur saman :)
Hér eru dömur úr fjórum kynslóðum sitjandi við borðið :)
Sæti Helgi Steinar frændi var auðvitað líka með í fjörinu
No comments:
Post a Comment