Lilypie Third Birthday tickers

Tuesday, January 31, 2012

Heimsókn til Guðnýjar og Hrafndísar :)

Við Stefán Sölvi skelltum okkur í heimsókn til þeirra mæðgna Guðnýjar og Hrafndísar Jónu.  Stefán svaf sætt fyrsta hluta heimsóknarinnar en kom svo sprækur fram tilbúinn fyrir fjörið.  Hann varð strax alveg heillaður af Hrafndísi sem var svo dugleg að leika við hann og færa honum dót.  Það þurfti samt að passa upp á þau þar sem Stefán reyndi að rífa í hárið á henni og pota í augun !  Síðar kom svo Kristín Anna í heimsókn líka með Dodda sinn og stóru krakkarnir léku sér saman meðan Stefán skreið um og skoðaði heiminn :)  Hér eru myndir frá heimsókninni góðu :)
Alveg heillaður af stóru stelpunni
                                      
 Stefán stelur sér faðmlagi, Hrafndís ekki alveg að fíla þetta :)
 Fallegu krílin
 Hrafndís var dugleg að leika við litla karl
 Hún sýndi honum allt barnadótið
 Gaman !
 Stefán í stuði hjá Guðnýju
 Svo kom Kristín og kitlaði hann :)  Ekki fannst honum það nú leiðinlegt !
 Stóru börnin léku sér svo vel saman inni í herbergi :)
 Einn á fullu!
Sætu mæðginin

Thursday, January 26, 2012

Tvær nýjar tennur :)

Mér fannst ég sjá í eitthvað hvítt við hliðina á litlu tönnslunni hans Stefáns Sölva og viti menn, lítið horn af næstu tönn er farið að gægjast upp :)  Svo fór ég að skoða betur og þá kom í ljós að önnur framtönnin í efri góm er komin í gegn líka :D  Tvær nýjar tennur á einum degi :D  Bráðum verður drengurinn kominn með fullt af glampandi hvítum grjónum upp í munninn.

Thursday, January 19, 2012

Drengurinn orðinn 8 mánaða

Ja hérna !  Liðnir átta mánuðir ! Tíminn virkilega flýgur áfram.  Stefán Sölvi getur alltaf meira og meira.  Hann skríður á eftir mömmu sinni út um allt, nú er ekki lengur hægt að tölta í friði inn í eldhús, það er alltaf einhver á hælunum á mér :)  Hann er sífellt að reyna að reisa sig upp við hluti - stundum tekst það, stundum situr hann fastur kominn hálfa leið upp og veinar á mömmu.  Við fórum í skoðun í dag og reyndist hann vera orðinn 11,49 kg og 76,3 cm.  2,5 staðalfrávik frá meðaltali í lengd og um þrjú frá meðaltali í þyngd !  Elsku risakarlinn minn :)  Það verður gaman að fylgjast með áframhaldandi hreyfiþroska unga mannsins á komandi mánuðum :)
 Kíkt í heimsókn til Helenar frænku sem er handleggsbrotin
 Laumast inn í herbergi Hildu systur og verðlaunapeningnum hennar stolið :)
 Steinsofnaði í Hildu fangi :)
 Æ hvað er gott að kúra hjá henni
 Ægir kom í pössun til okkar á miðvikudaginn, þeir félagar voru nokkuð þægir að leika sér saman..
Stefán tekur blund í vagninum :)

Tuesday, January 10, 2012

Skóstærð og bangsaknús :)

Í dag fór ég í skóbúð og notaði tækifærið og lét mæla fótinn á Stefáni Sölva til að sjá hvaða skónúmer hann væri kominn í .  Hann mældist í skóstærð 22!  Daman í búðinni mælti með því að kaupa númeri stærra ef ég ætlaði að kaupa skó handa honum þar sem fóturinn er svo breiður :)  Elsku litli stórfótur minn!  Hér er svo önnur saga af sætilíus frá því núna áðan.  Hann sofnaði kl. 9 en vaknaði aftur um 11.  Ég fór inn og sá hann fyrst ekki í myrkrinu, svo teygði ég mig niður í rúmið og fann hann þar sitjandi í miðju rúminu með bangsann sem Hilda systir gaf honum í fanginu.  Bangsinn situr venjulega í horninu á rúminu til fóta, litli krúttikarl hafði sótt hann þangað til að hugga sig þar til mamma kæmi :)  Bara krúttlegt !

Myndir frá nýja árinu :)

 Gaman að kúra hjá stóru systur
 Verið að henda spilunum hennar mömmu í gólfið - aftur og aftur og aftur...
Verið að laumast í jólatréð :)
 Alltaf í stuði á leikmottunni
 Systkinin hafa það gott saman :)
Nýkominn inn, hárið stendur upp eftir húfuna :)
 Argwwgwgwgwwgw, gaman að borða dótið
 Snúllinn í baðsloppnum sínum
Fallegi fallegi krílríkur


Monday, January 9, 2012

Fyrsti tannburstinn :D :D :D

Nú er krílríkur búinn að eignast fyrsta tannburstann :)  Að vísu aðeins ein tönn til að bursta - en það þarf að halda henni fínni :)

Sunday, January 1, 2012

Fyrstu áramótin :)

Þá er fæðingarári Stefáns Sölva lokið.  Runnið upp nýtt ár, árið sem hann verður eins árs !  Tíminn flýgur alveg ótrúlega hratt.  Við litla fjölskyldan fórum til Helenar systur og Atla sonar hennar og eyddum þar áramótunum.  Við vorum afar frumleg, vorum með kengúrukjöt í matinn og líka hamborgarhrygg :)  Í eftirrétt höfðum við fimm tegundir af ísum :)  Þetta bragðaðist allt alveg dásamlega.  Stefán Sölvi fékk ekki að bragða á kræsingunum heldur fékk sinn eigin mat úr krukku.  Hann undi sér glaður á gólfinu og bisaði út um allt.  Í eitt skipti gripum við hann þar sem hann hafði náð sér í grein af jólatrénu og ætlaði örugglega að gæða sér á henni :)  Hann steinsofnaði svo í fangi systur sinnar um tíuleytið en reif sig upp um það bil sem skaupinu var að ljúka.  Hann fékk svo að horfa þegar Atli og Hilda skutu upp flugeldum og fannst það afar spennandi.  Hann var að sjálfsögðu með hlífðargleraugu og staddur í hæfilegri fjarlægð.  Honum brá einu sinni þegar þau kveiktu í gosi sem skyndilega varð hávært og skældi smá, hann var samt fljótur að jafna sig.  Síðan fékk hann að horfa á sprengjurnar út um gluggann í stofunni og það var greinilegt að honum þótti mikið til þeirra koma :)  Verður gaman að fylgjast með hvernig hann tekur sprengjunum á næsta ári.  Svo var haldið heim á leið um eittleytið og minn maður var svo sprækur að hann sofnaði ekki einu sinni í bílnum.  Ég náði honum ekki niður fyrr en kl. 2.  Hann var því glaðvakandi og hress sín fyrstu áramót og naut þeirra í botn :)  Hér eru myndir frá kvöldinu:

 Flotti herramaðurinn situr spariklæddur hjá systur sinni
 Veisluborðið :)
 Stefán í góðu stuði á gólfinu
 Við spiluðum spurningaspil um kvöldið
 Stefán undirbúinn undir það að kíkja út á flugelda
 Fær að sjá sprengingarnar út um svalagluggann með Hildu
 Sprellað með hlífðargleraugun
 Í góðu stuði á nýju ári!

Svo rosalega gaman :D