Lilypie Third Birthday tickers

Wednesday, November 30, 2011

Margt að frétta :)

Jæja, ég hef ekki getað bloggað lengi enda verið tölvulaus !  Af Stefáni Sölva er allt gott að frétta.  Hann er orðinn svo duglegur að borða, fær 3 máltíðir á dag og ég fer núna að auka þær í fjórar :)  Hann borðar epli, perur, sveskjur, banana, kartöflur, sætar kartöflur, brokkólí,avokadó, grasker (butternut squash), gulrætur, mangó og papayja !  Hann hefur enn ekki hafnað neinu sem honum hefur verið boðið :)  Hann elskar að borða :)  Svo er minn maður orðinn svo duglegur að hreyfa sig.  Hann veltir sér nú um allt, bakkar og snýr sér í hringi.  Með þessum aðferðum tekst honum að ferðast um íbúðina þó að hann lendi nú oft í vandræðum, fastur undir borði eða stólum :)  Hann er orðinn duglegur að sitja einn en maður verður samt að hafa púða tilbúinn fyrir hann að detta á eða sitja sjálfur í nágrenninu.  Þetta kemur með kalda vatninu.  Hér eru nokkrar myndir af sjarmatröllinu:
 Krúttus brosir
 Hissa !
 Duglegur að drekka vatn
 Gaman að tala við Hildu systur :)
Káti karlinn minn :)
 Með skrítnu húfuna sína
 Glaður maður búinn að ná í skál sem mamma var með í neðstu hillunni
 Leikur sér með blöðruna sína
Stundum kemst maður í vandræði undir borði :D

Friday, November 25, 2011

Við Stefán pössum Ægi :)

Við Stefán Sölvi brugðum okkur af bæ í dag og fórum í Kópavoginn til Sifjar vinkonu til að passa Ægi son hennar.  Ægir og Stefán hafa mikinn áhuga hver á öðrum en það þarf að hafa afar náið eftirlit með þeim saman þar sem litlu hendurnar eru ekkert að passa sig á því hvar þær pota :)  Sif brá sér í klippingu og fljótlega eftir það fóru drengirnir að lúra.  Þeir vöknuðu báðir svangir og fengu stappaðan banana að borða.  Stefán sá á eftir hverjum bita ofan í Ægi og hefði gjarnan viljað borða hans hluta líka :)  Pössunin gekk afar vel að öllu leiti, Ægir var ekkert hræddur við mig og bara glaður að hafa okkur hjá sér.  Hann sló Stefán að vísu utan undir einu sinni en til allrar lukku jafnaði fórnarlambið sig fljótt :)  Hér eru myndir af þeim að leika sér í sófanum saman :)
 Sætir herrar sestir við leikfangakörfuna í sófanum :)
 Loka augunum út af flassinu :)
 Stefán elskar að éta flöskur :)
 Ægi fannst gaman að setja dót á hausinn á Stefáni og láta það detta
 Litlir bisandi karlar :)
Flottir gæjar :D

Sunday, November 20, 2011

Bíltúr með Steinku og Gumma

Við Stefán skruppum í bíltúr með Steinku og Gumma í nýja jeppanum þeirra.  Leiðin lá upp í Hvalfjörð, fram hjá Meðalfellsvatni, í gegnum Kjósarskarð og niður á Þingvelli.  Við fórum svo Nesjavallaleiðina til baka.  Stefáni fannst ferðin ágæt á köflum, svaf reyndar stóran hluta hennar :)  Við stoppuðum við Þórufoss og þar fórum við Stefán út að skoða, en bara stutta stund því það var svo kalt úti.  Þegar komið var á Þingvelli var unginn orðinn ansi leiður á því að vera fastur í bílstólnum og fékk smá mjólkurhressingu.  Hann var ekki sáttur við að vera spenntur niður aftur og síðasta part leiðarinnar kvartaði hann hástöfum.  Við stoppuðum aðeins á bensínstöð og þá tók hann gleði sína á ný.  Hér er mynd af okkur með Steinku og Freyju við Þórufoss, tekin á símann minn :)

Saturday, November 19, 2011

Synt undir regnboganum :)

Stefán Sölvi að ná krókódílnum með Ólöfu :)

Stefán í sundi með Magneu

Ungbarnasund með Ólöfu og Magneu :)

Jæja, mamma var enn í sundbanni svo að Stefán Sölvi fór í ungbarnasund með þeim Ólöfu og Magneu :)  Honum fannst bara mjög gaman að hafa tvær dömur til að stjana við sig og skemmti sér vel í tímanum.  Mér sýndist þeim stúlkunum ekkert leiðast heldur :)  Hér eru nokkrar myndir frá sundtímanum :)
 Ólöf stundar kraftlyftingar, lætur herrann standa í lófanum á sér
 Þarna er minn maður að synda til baka frá því að reyna að ná krókódílnum
 Gæinn með fylgdardömum
 Hér er Stefán Sölvi að fara í gegnum regnbogann
 Spennandi að sjá mismunandi lita boga fyrir ofan mann þegar maður syndir
 Hér er minn maður að borða fisk
Rosa gaman að naga sundleikföng :)

Wednesday, November 16, 2011

Sif í sundi með krílríki :)

Vegna fæðingablettatöku er mér bannað að fara í sund til 21. nóvember svo nú voru góð ráð dýr síðasta laugardag, einhver varð að fara með unga manninn í ungbarnasundið.  Sif vinkona var svo indæl að fara með okkur og sjá um prinsinn í lauginni.  Hún var einmitt á námskeiði hjá Ungbarnasundi Erlu með Ægi sinn svo hún er vön kona :D  Stefán var ánægður allan tímann, kafaði oft og var meira að segja duglegur að hanga í hringjum alveg án aðstoðar.  Mamman fylgdist spennt með frá bakkanum.  Hér eru myndir af þeim frá sundtímanum, teknar á símann minn :)
 Komin út í og tilbúin fyrir tímann
 Nú var skemmtilegt að gera bakæfinguna, í síðustu viku var bara gargað
 Svo ánægður hjá Sif sinni :)
Skemmtileg æfing þegar unginn er í góðu skapi :)
Hér er Erla sundkennari að hjálpa til við hringjaæfinguna

Tuesday, November 15, 2011

Nýjustu tölur ! Sex mánaða gaur

Stefán Sölvi var í sex mánaða skoðun í morgun.  Hann er nú 10,9 kg á þyngd og 71,5 cm á lengd :)  Hann náði ekki að slá met systur sinnar sem var 11 kg og 72 cm á sama aldri!  Honum líkaði vel við lækninn sem skoðaði hann og sprautaði, hún var líka svo snjöll að hún náði að sprauta hann þannig að hann tók ekki eftir því.  Hann varð aðeins skrítinn á svipinn en gleymdi svo öllu um þetta þegar ég fór að spjalla við hann.  Fékk bara að heyra að ég ætti fullkomið eintak, hress og flottur strákur :D

Friday, November 11, 2011

Matargatið prófar nýtt

Spennandi fréttir - Stefán Sölvi prófaði banana í fyrsta sinn í kvöld :)  Vart þarf að taka fram að hann varð afar hrifinn.  Gaf frá sér njomm njomm hljóð og brosti til mömmu sinnar :)  Nú eru það sætar kartöflur sem eru næst á listanum :)

Wednesday, November 9, 2011

Matargatið mitt :)


Nú er Stefán Sölvi búinn að fá mat að borða í næstum tvær vikur.  Óhætt er að segja að honum líkar það vel!  Hann tekur  vel við og stundum reynir hann að draga skálina nær og stýra skeiðinni að munninum :)  Hér er myndband af rúsínunni minni að borða, hann verður frekar svekktur þegar búið er úr skálinni :D







Sunday, November 6, 2011

Nýjustu myndir

 Verið að leika sér að trommuskjaldbökunni
Hva er verið að taka mynd af manni ?
 Sæti litli broskarl
Alveg að rifna af kæti!
 Híhíhí skellihlæjandi sprellikarl kitlaður af systur sinni
Gæinn með sætu derhúfuna :)

Lengsta svefnlotan og aukinn matur :)

Stefán Sölvi sló öll met aðfaranótt föstudagsins og svaf í sjö og hálfa klukkustund í einum rykk !  Fyrra met var sjö tímar, vonandi er þetta byrjunin á löngum nætursvefni á hverri nóttu :)  Svo í dag voru önnur tímamót, herrann fékk að borða tvisvar sinnum í dag.  Hann fékk banana, appelsínu og eplagraut í kvöldmatinn en hrísgrautinn í hádegismat.  Hann elskar að borða og allt gengur vel.  Upprennandi lítið matargat !

Wednesday, November 2, 2011

Í fyrsta sinn..

Og enn gerir Stefán eitthvað merkilegt í fyrsta sinn :)  Í dag var það tvennt.  Í fyrsta lagi náði hann að opna eina skúffuna á sófaborðinu ! Ég sé fram á vandamál í framtíðinni með þær skúffur, enda fullar af spilum !  Í öðru lagi fór hann í stóra baðið í fyrsta sinn.  Hann sat þar eins og herforingi í baðsæti og skvampaði með höndum og fótum :)  En í þetta sinn tókst honum ekki að skvetta út á gólf og fötin hennar mömmu héldust þurr :)  Alltaf gaman að gera eitthvað nýtt :D