Saturday, June 15, 2013
Stefán Sölvi er orðinn tveggja ára !
Það er orðið alltof langt síðan ég skrifaði síðast. Stefán Sölvi er alltaf að vaxa og þroskast og talið tekur framförum á degi hverjum. Hann endurtekur allt sem maður segir og er farinn að nota fleiri setningar. Svo syngur hann fleiri lög en áður, t.d. Allur matur á að fara, upp í munn og ofan í maga :) Hann er líka hættur að kalla Svanhildi Svövu og Helen Hala eða Halla :) Hann er líka búinn að taka ástfóstri við orðið NEI og notar það óspart sem lið í sjálfstæðisbaráttu sinni. Elsku dugnaðarforkurinn varð svo tveggja ára 17. maí. Við Hilda sungum fyrir hann afmælissönginn um morguninn þegar hann vaknaði og hann varð pínu vandræðalegur :) Í leikskólanum fékk hann kórónu og svo var sungið fyrir unga manninn :) Þegar við komum heim opnaði hann svo pakkann frá mömmu sem innihélt múmínálfaspil, múmínálfa púsl, múmínálfabók og herramannabók. Þessu var öllu vel tekið. Helen frænka kom og knúsaði prinsinn og færði honum risastóra blöðru í tilefni dagsins :) Við fengum okkur svo gott í matinn og afmælisbarnið sofnaði sælt og ánægt. En til að fagna drengnum dugði ekkert minna en 3 veislur. Sú fyrsta var haldin laugardaginn 18. maí. Þar komu Júlíana og fjölskylda, Harpa með Silju sína, Ágústa, Gunna og Sigga Sóley, Gunnella og Elena :) Stefán fékk margar góðar gjafir s.s sandkassadót, bol og bók. Mánudaginn 20. maí var svo fjölskylduafmælið haldið heima hjá Möggu frænku. Þar voru fjöldi ættingja og svo kíkti Raggi pabbi Hildu við með hina bræður hennar og bróðir Arons hans Steinars kom líka :) Stefán fékk fullt af gjöfum s.s. bækur, Angry birds púða, Angry birds skó, Angry birds nærbuxur, Lego, buxur, bol, bíla og þyrlu :) Þarna var fullt af stórum strákum sem Stefán var afar hrifinn af en honum fannst þeir aðeins of frekir á Ipadinn hennar Möggu :) Síðasta veislan var svo haldin 25. maí. Þá mættu Guðný og Hrafndís, Kristín Anna og Doddi, Sesselja og fjölskylda, Kristín Lóa og Davíð, Sif og Ægir, Magnea og Eyrún og Ólöf. Ekki var nú minna fjör í þetta skiptið en afmælisbarnið var reyndar sofandi þegar gestirnir mættu svo hann var frekar úrillur þegar hann var vakinn. Þegar afmælissöngurinn var sunginn brast hann svo í grát ! Síðan fór hann að njóta þess að ólmast í kringum krakkana. Hann varð hinsvegar niðurbrotinn þegar stóru strákarnir Doddi og Davíð Kári fengu að fara út í garð. Hann brotnaði alveg niður, honum langaði svo með ! Hann og Bryndís Eva hennar Sesselju léku sér vel saman og skemmtu sér sérstaklega vel í Ikea göngunum sem voru tekin fram til að auka á fjörið :) Hann fékk fullt af fínum gjöfum, s.s. peysur, prjónaða vettlinga, sundföt, Lego, bækur og sápukúludót. Loks var svo afmælishátíðarhöldunum lokið. Hann fékk reyndar einn pakka á milli veisla. Það barst gjöf frá Sonju Sofie og foreldrum hennar í Danmörku, afar fínt Barbapabbapúsl :) Mikil gleði með það. Ég sló svo máli á tveggja ára prinsinn, skv. því er hann tæplega 94 cm og 17 kg ! Litla tröllið mitt :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment