Lilypie Third Birthday tickers

Thursday, June 20, 2013

Skemmtiferð að Kleifarvatni :)

Við Stefán fórum með Steinku og Freyju upp að Kleifarvatni.  Við keyrðum yfir Stefánshöfða og fórum á ströndina þar og hleyptum hundinum og spræka drengnum út.  Stefán tók auðvitað strikið beint niður að vatninu og Freyja með.  Mér tókst að stöðva hann í að fara út í vatnið en .leyfði honum aðeins að stappa í vatnsyfirborðinu.  Síðan fór hann að kasta möl í vatnið svo ég ákvað að sýna honum hvernig ætti að kasta steinum í vatnið.  Það sló þvílíkt í gegn.  Hann fór óteljandi ferðir og sótti steina til að henda í vatnið.  Sumir þeirra voru risastórir og níðþungir en hann bisaðist með þá að vatninu og henti þeim út í !  Litli kraftakarl :)  Síðan þegar kom að því að halda heim á leið vildi ungi maðurinn alls ekki hætta.  Það endaði með því að ég varð að bera hann meirihlutan af leiðinni til baka að bílnum, öskrandi og gargandi.  Svo kom Steinka og spurði hann hvort hann vildi ekki koma með í bílinn og kaupa ís í Hafnarfirði.  Þetta reyndist vera töfraorðið og minn maður brunaði upp að bílnum og settist sæll inn.  Við fórum svo í Hafnarfjörðinn og keyptum ís.  Unginn litli var afar ánægður með þessi málalok :)

No comments:

Post a Comment