Wednesday, July 25, 2012
Veikur snúður
Aðfararnótt sunnudagins 22. júlí fékk Stefán Sölvi hita. Næsta dag var hann með 38,4 um morguninn, og var kominn upp í næstum 40 stiga hita um kvöldmat. Við Hilda fórum með hann á læknavaktina og þar sá læknirinn sár í hálsinum en streptokokkapróf var neikvætt. Um morguninn var hann kominn með blöðru á tunguna og útbrot á bossann. Mamma var jörðuð þennan dag og dagmamman tók snúðinn fyrir mig þótt slappur væri. Þegar ég sá hann svo í erfidrykkjunni (var sóttur fyrir mig) þá sá ég strax að hann var hundslappur. Þegar heim kom sá ég svo að hann var kominn með útbrot um allan líkamann nema höfuðið. Fyrst hélt ég að þetta væri hlaupabólan en útbrotin voru of smá og breyttust ekki í bólur. Símtal við heilsugæsluna ákvarðaði að drengurinn væri með hand, foot and mouth disease, kölluð "gin og klaufaveiki" af fólki þó það sé dýrasjúkdómurinn :) Karlgreyið er nú að hressast en er allur út í útbrotum ennþá. Vonandi fara þau fljótlega. Matarlystin er amk að koma aftur :)
Saturday, July 14, 2012
Ferð á ættarmót á Vopnafirði
Við fórum í ferð á ættarmót á Vopnafirði 5. - 9. júlí með Helen systur, mömmu, Guðlaugu Hrefnu, Heiðari og litla Helga Steinari. Þetta var yndisleg ferð og margt sem gerðist í fyrsta sinn fyrir Stefán Sölva. Ég treysti mér ekki alveg til að skrifa um ferðina strax þar sem elsku mamma og amma elskunnar minnar dó rétt eftir ættarmótið. Við áttum yndislegan tíma með henni og lillinn naut hennar í botn. Við ókum hringinn, fórum norðurleiðina austur og svo við Helen einar heim suðurleiðina með Stefán Sölva. Hann er því búinn að keyra hringinn í kringum Ísland. Við stoppuðum í Borgarnesi, í Hrútafirði, á Geitaskarði, á Akureyri og Mývatni á leiðinni austur. Á leiðinni suður stoppuðum við á Egilsstöðum, á Djúpavogi, á Höfn í Hornafirði, á Kirkjubæjarklaustri, í Vík í Mýrdali og á Selfossi. Góð ferð með æðislegar minningar eins og myndirnar sína en sár sár missir í kjölfarið.
Fjör við Geirabakarí í Borgarnesi
Á hlaupum á pallinum á Geitaskarði
Brunaði upp stigann og alveg upp á loft
Á rölti við Mývatn
Amma að teygja úr bakinu, Stefáni fannst þetta afar gaman
Klappar elsku ömmu sinni
Kapparnir Helgi Steinar og Stefán Sölvi leika sér í eldhúsinu á Sólbakka á Vopnafirði
Amma leyfði Stefáni að leika með spil
Ferlega gaman
Varð að smakka á spilunum
Amma/langamma með prinsana sína
Verðmætar myndir !
Mamma að fara á brennuna á föstudagskvöldinu 6. júlí
Stefán að bruna til ömmu
Kúrt í ömmufangi
Best í heimi að vera hjá henni
Hann skemmti sér vel að skoða allt dótið í fjörunni
Sat hjá elsku ömmu og horfði á bálið
Hún hafði mjög gaman af því hvað hann skemmti sér við þetta
Skappi heilsar upp á prinsinn
Glöð saman !
7. júlí - Kaffi í garðinum hjá Marie og Gunnari. Sumir fengu að striplast
Frábært að vera frjáls
Nakti gæinn!
Kominn í föt en ennþá á fullu
Á hestbak í fyrsta sinn!
Með Jódísi frænku sem er 2 vikum yngri
Fær sér hressingu í hitanum
Aftur á hestbaki með Solveigu frænku
Heiðar með litlu karlana í Syðri-Vík, að kvöldi 7. júlí
Karlarnir að spjalla
Skemmtu sér á trampólíni
Mikið fjör
Heiðar að sprella við Stefán
Með ömmu í ættarmótstjaldinu
Fékk að prófa hattinn hans Dodda frænda
Önnur dýrmæt mynd af þeim saman
Að skála við Víglund frænda
Mömmu fannst þetta alveg frábært
Stefáni fannst þetta líka skemmtilegt
Fjör við Geirabakarí í Borgarnesi
Á hlaupum á pallinum á Geitaskarði
Brunaði upp stigann og alveg upp á loft
Á rölti við Mývatn
Amma að teygja úr bakinu, Stefáni fannst þetta afar gaman
Klappar elsku ömmu sinni
Kapparnir Helgi Steinar og Stefán Sölvi leika sér í eldhúsinu á Sólbakka á Vopnafirði
Amma leyfði Stefáni að leika með spil
Ferlega gaman
Varð að smakka á spilunum
Amma/langamma með prinsana sína
Verðmætar myndir !
Mamma að fara á brennuna á föstudagskvöldinu 6. júlí
Stefán að bruna til ömmu
Kúrt í ömmufangi
Best í heimi að vera hjá henni
Hann skemmti sér vel að skoða allt dótið í fjörunni
Sat hjá elsku ömmu og horfði á bálið
Hún hafði mjög gaman af því hvað hann skemmti sér við þetta
Skappi heilsar upp á prinsinn
Glöð saman !
7. júlí - Kaffi í garðinum hjá Marie og Gunnari. Sumir fengu að striplast
Frábært að vera frjáls
Nakti gæinn!
Kominn í föt en ennþá á fullu
Á hestbak í fyrsta sinn!
Með Jódísi frænku sem er 2 vikum yngri
Fær sér hressingu í hitanum
Aftur á hestbaki með Solveigu frænku
Heiðar með litlu karlana í Syðri-Vík, að kvöldi 7. júlí
Karlarnir að spjalla
Skemmtu sér á trampólíni
Mikið fjör
Heiðar að sprella við Stefán
Með ömmu í ættarmótstjaldinu
Fékk að prófa hattinn hans Dodda frænda
Önnur dýrmæt mynd af þeim saman
Að skála við Víglund frænda
Mömmu fannst þetta alveg frábært
Stefáni fannst þetta líka skemmtilegt
Sunday, July 1, 2012
Ferð í Húsafell
Í dag skelltum við okkur upp í Húsafell til Möggu systur og Sigga mágs sem eru í bústað þar. Mamma, Hilda, Helen, Atli og Arna Rún komu líka. Stefán Sölvi var dauðsyfjaður enda lagt af stað á hans svefntíma en náði að halda sér vakandi þar til við komum í göngin, þá slokknaði á litla manninum :) Þegar við stoppuðum fyrir utan bústaðinn reif hann sig upp og varð kampakátur þegar hann sá þau Sigga og Möggu. Hann varð fljótt mjög hrifinn af Sigga og dró hann með sér út um allt að skoða. Honum fannst ekkert leiðinlegt að geta ætt fram og til baka eftir pallinum og hljóp á brjálaðri ferð niður skábraut sem lá frá pallinum niður í grasið. Hann var ekkert að stressa sig yfir því þótt hann ylti nokkrum sinnum niður í grasið, skreið bara aftur upp á pallinn og hélt ótrauður áfram :) Hann skrapp aðeins í göngutúr með Atla og Örnu og fékk að prófa að róla smá. Síðan skellti hann sér í pottinn með Helen, Atla og Örnu og skemmti sér konunglega. Hann fékk aðeins að hlaupa um nakinn eftir pottferðina og fannst það afar gott :) Síðan kom kvöldmaturinn en Siggi sá um að grilla tvö gómsæt lambalæri fyrir okkur :) Stefáni fannst lambakjötið afar gott og borðaði og borðaði, ég hélt á tímabili að drengurinn væri alveg botnlaus !!! Loksins var hann kominn með nóg og auk þess orðinn mjög syfjaður svo ég fór með hann inn í herbergi til að svæfa hann. Litli karlinn steinsofnaði á stuttum tíma og ég kom honum fyrir upp við vegginn í tvíbreiðu rúmi og hlóð púðum fyrir hann svo hann ylti ekki fram úr. Síðan fór ég fram til að spila Scrabble við systur mínar. Ég var ekki búin að sitja nema í kannski fimm mínútur þegar mamma kallar Svava ! og ég lít við og sé lítinn mann með starandi augu skálma inn í stofuna ! Minn var vaknaður og hafði sjálfur klifrað niður úr rúminu !!! Hann hélt sér síðan vakandi þar til við lögðum af stað heim um kl. hálf tíu. Litla hetjan reyndi að halda sér uppi en datt loks út af eftir keyrslu í smá tíma. Þegar heim kom rumskaði hann þegar við fórum inn en sofnaði strax aftur enda þreyttur eftir viðburðarríkan dag :)
Ræðir málin við Möggu frænku
Hmmmm, það þarf að pæla aðeins í þessu :)
Skoðar töskuna hennar ömmu :)
Stuð á pallinum
Alltaf á hlaupum :)
Hamrar á gluggann :)
Hihihihihihi :)
Smá garðyrkja í gangi - reyndi aftur og aftur að sleppa í moldina í kerinu
Og hér er maður að snyrta trén við bústaðinn :)
Og smakka grasið
Chillað á pallinum
Hlaupið með Örnu frænku :)
Æddi upp og niður þessa skábraut
Elskaði að bruna um pallinn
Er svo gaman hér í Húsafelli !
Með Atla og Örnu í göngutúr
Gaman að veltast um í grasinu
Rólan prufuð
Fór með Sigga að skoða göngustíginn, fullt af spennandi steinum
Gaman að raða þeim upp á pallinn
Mikil einbeiting í gangi
Hlaupandi um á sundfötunum áður en hann fór í pottinn
Bumbukarl í pottinum hjá Atla frænda
Alvarlegur með dótið sitt
ahh nýtur þess að vera í vatninu
Mikil gleði !
Sæll ungur maður
Og alvarlegur aftur !
Arna frænka í stuði :)
Slappað af við lestur tímarita
Gott að renna yfir nokkru blöð svona eftir matinn
Ræðir málin við Möggu frænku
Hmmmm, það þarf að pæla aðeins í þessu :)
Skoðar töskuna hennar ömmu :)
Stuð á pallinum
Alltaf á hlaupum :)
Hamrar á gluggann :)
Hihihihihihi :)
Smá garðyrkja í gangi - reyndi aftur og aftur að sleppa í moldina í kerinu
Og hér er maður að snyrta trén við bústaðinn :)
Og smakka grasið
Chillað á pallinum
Hlaupið með Örnu frænku :)
Æddi upp og niður þessa skábraut
Elskaði að bruna um pallinn
Er svo gaman hér í Húsafelli !
Með Atla og Örnu í göngutúr
Gaman að veltast um í grasinu
Rólan prufuð
Fór með Sigga að skoða göngustíginn, fullt af spennandi steinum
Gaman að raða þeim upp á pallinn
Mikil einbeiting í gangi
Hlaupandi um á sundfötunum áður en hann fór í pottinn
Bumbukarl í pottinum hjá Atla frænda
Alvarlegur með dótið sitt
ahh nýtur þess að vera í vatninu
Mikil gleði !
Sæll ungur maður
Og alvarlegur aftur !
Arna frænka í stuði :)
Slappað af við lestur tímarita
Gott að renna yfir nokkru blöð svona eftir matinn
Subscribe to:
Posts (Atom)