Fór í vaxtarsónar í dag. Skv. mælingu er drengurinn orðinn 2880 g eða um 11,5 merkur. Það er í stærri kantinum en innan eðlilegra marka sagði ljósan í sónarnum. Legvatnið var eðlilegt sem bendir til þess að ekki sé meðgöngusykursýki til staðar. Ása ljósa hringdi í mig til að fá niðurstöðurnar en hún vildi samt að ég færi í annað sykurþolspróf (bleeh). Ég mæti því í það próf á fimmtudagsmorguninn. Krílríkur var bara sprækur í sónarnum, liggur með höfuðið niður og spriklaði smá, klóraði sér líka í framan :D Þetta verður greinilega myndarpiltur, bara vona að ég nái að ýta honum vandræðalaust út !
No comments:
Post a Comment