Lilypie Third Birthday tickers

Tuesday, April 5, 2011

Mæðraskoðun nr. 6, 32 vikur og 6 dagar

Ása ljósa var veik 31. mars þegar ég átti að mæta í mæðraskoðun svo ég fékk tíma eftir helgina, 5. apríl. Ég mætti á staðinn og byrjaði á vigtun. Hafði þyngst um 2 kg. síðan ég viktaði mig á fimmtudaginn ! Blóðþrýstingurinn var mældur og hafði hækkað frá síðustu skoðun, neðri mörkin farin að sleikja 90 og efri mörkin farin yfir 130. Svo var mæld hæð legbotnsins ... og hún reyndist vera 37,5 ! Hafði s.s. lengstum 2 cm frá síðustu skoðun og er meira en 2 staðalfrávikum fyrir ofan meðaltalið, alveg eins og síðast. Ég sagði Ásu svo frá því að frá því í síðustu viku hef ég verið að fá bjúg í hendur og andlit. Henni leist ekki alveg nógu vel á mig svo hún vildi að Grete læknir myndi kíkja á mig á föstudag til að ákveða hvort ég ætti að draga úr vinnu. Hún bókaði einnig tíma fyrir mig í vaxtarsónar næsta þriðjudag, þann 12. apríl og annað sykurþolspróf þann 14. apríl. Það verður svo tekin ákvörðun um hvort ég fari í sykurþolsprófið eftir því hver niðurstaða vaxtarsónarsins verður. Nóg að gera framundan ! Meðan vappa ég um með bólgnar hendur og risabarn undir belti :)

1 comment:

  1. Bjúgur becomes you....
    Krílríkur verður 27 merkur minnst :)

    The proud father... !

    ReplyDelete