Jæja, ég skellti mér í sykurþolsprófið í morgun og það var eins og venjulega ekki gaman að drekka glúkósaógeðsdrykkinn. En ég lifði þetta af, líka frekar sársaukafullar stungur við blóðtökuna en lífeindafræðingunum gekki illa að finna æð og notuðu því eina á viðkvæmu svæði. Nóg var af slúðri til að lesa og Lazy boy stóll til að kúra í svo að verra gat þetta nú verið. Ása ljósa hringdi svo eftir hádegi og tilkynnti mér að sykurþolsprófið hefði komið út betur heldur en síðast ! Það er því orðið vel staðfest að meðgöngusykursýki er ekki til staðar. Krílríkur er bara stór af eigin frumkvæði :)
No comments:
Post a Comment