Lilypie Third Birthday tickers

Monday, November 8, 2010

Fyrsta mæðraskoðunin :)

Alltaf eitthvað að gerast í fyrsta sinn - í þetta sinn fyrsta mæðraskoðunin. Ljósmóðirin mín heitir Ása og hún var búin að vara mig við því að fyrsta skoðunin gæti tekið að minnsta kosti klukkutíma. Ég labbaði út eftir 2 tíma ! Við spjölluðum um alla heima og geima milli þess sem hún tók niður upplýsingar um heilsufar, fyrri fæðingu, ættarsögu og þess háttar. Hún gaf mér einnig góðar ráðleggingar varðandi vítamín, mataræði og hreyfingu. Hún er nágranni Svanhildar systur svo við gátum einnig talað svolítið um það :) Síðan hringdi hún út um allar trissur til að komast að því hvaða blóðprufur ég væri búin að fara í og fyllti út beiðni fyrir það sem vantaði. Ég benti henni á að hún hafði ekki merkt við próf fyrir hepatitis C. Hún horfði á mig og sagði: það er bara fyrir sprautufíkla. Ég hætti snögglega að skipta mér af :) Mér til mikillar gleði (NOOT) verð ég að fara í sykurþolspróf þar sem Helen systir er með sykursýki. Takk Helen, ég mun hugsa þér þegjandi þörfina þegar ég neyði í mig dísætan vökvann í sykurþolsprófinu! Mér líst mjög vel á Ásu og hlakka til næsta tíma í desember :)

No comments:

Post a Comment