Lilypie Third Birthday tickers

Wednesday, November 17, 2010

12 vikna sónar

Loksins rann upp dagurinn sem ég var búin að bíða eftir en samt líka kvíða pínu fyrir. Við Kristín Anna vorum mættar tímanlega fyrir kl. 10 á fósturgreiningardeild LSH og biðum spenntar á biðstofunni. Mér fannst líða heil eilífð þar til við vorum kallaðar inn en það voru víst bara fimm mínútur. Þegar litla krílið kom svo upp á skjáinn var ég ekkert smá fegin, gott að sjá að það var enn til staðar í fullu fjöri :D Greinilegt að krílið hefur lært eitthvað af mömmu því það sat í
lótusstellingu eins og það væri að hugleiða :) Það var þó ekki lengi kyrrt heldur spriklaði í sífellu, mömmu sinni til mikillar ánægju. Við fengum að heyra hjartsláttinn aðeins, það var mjög gaman. Ljósan sýndi okkur öll helstu líffæri, m.a. magann sem í var legvatn og þvagblöðruna :) Krílið var með hiksta á tímabili, mjög fyndið að sjá. Hnakkaþykktarmælingin kom vel út mér til mikils léttis, ég var svo send í blóðprufur til frekari greiningar. Ég fékk 3 myndir af krílrík, þær eru hér fyrir neðan :)





























No comments:

Post a Comment