Ég pantaði mér tíma í fyrstu mæðraskoðun eftir 10 vikna sónarinn og þá sagði ljósan mér að ég ætti fyrst að fara í tíma hjá heilsugæslulækni. Þar sem ég er ekki með heimilislækni í heilsugæslustöð Hlíðarsvæðis þá valdi hún fyrir mig einn lækni, danska konu að nafni Grete. Ég mætt fersk á staðinn í dag og átti ágætt spjall við lækninn :) Líst bara vel á hana og verður gott að leita til hennar ef þörf er á.
No comments:
Post a Comment