Sunday, August 11, 2013
Smá ferð um Reykjanesið
Við Stefán Sölvi skruppum í smá bíltúr um Suðurnesin með henni Gunnellu vinkonu :) Við byrjuðum á að fara í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd. Stefán naut þess að hlaupa út í háa grasið við húsin og velta sér um og hamast :) Svo fórum við niður í fjöru og hann fékk útrás fyrir steinakastslöngun sína :) Hann dúndraði hverjum steininum á fætur öðrum út í fjörupoll og þurfti virkilega að draga hann til baka í bílinn. Næst stoppuðum við hjá Kálfatjarnarkirkju. Þar þurftum við aðeins að hafa hemil á litla manninum sem vildi gjarnan klifra upp á legsteina og svoleiðis. Það næsta sem gerðist var að litli púkinn hljóp út á golfvöllinn við hliðina á kirkjunni og mamman varð að hlaupa á brjálaðri ferð á eftir honum til að stoppa hann :) Næst keyrðum við sem leið lá út að Garðskagavita. Við kíktum á vitana, gamla báta og handverksgallerý sem þar er. Stefáni fannst gaman að leika sér í bátunum og var afar spenntur fyrir því að kíkja fram af göngubrúnni við vitann. Mamman hélt fast í drenginn þar ! Loks stoppuðum við við Hvalstrandarkirkju. Þar svipti Stefán sig úr sokkum og skóm og hljóp glaður um berfættur og frjálslegur :) Síðan var haldið heim á leið, sumir voru nú orðnir ansi þreyttir eftir allan hamaganginn. Góður dagur í góðum félagsskap :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment