Við Kristín Anna vinkona skruppum í dagsferð til Vestmannaeyja með litlu strákana okkar. Meiningin var að fara með bílinn yfir í bátnum en svo kom á daginn að ekki var pláss fyrir hann í bátnum á leiðinni til baka ! Við ákváðum því að fara bara yfir án hans. Spáin hafði sagt að þurrt yrði þennan dag.... þegar komið var til Eyja var úrhelli úti ! Við létum það ekki á okkur fá og röltum í úrhellinum út að Skansinum og skoðuðum gamla virkið, fallbyssuna og norsku stafkirkjuna sem reist var þarna fyrir nokkrum árum. Þegar þessu lauk vorum við orðin algerlega gegndrepa og fórum inn á lítinn skyndibitastað og fengum okkur hressingu. Þar náðum við hita í kroppinn og ég gat látið Stefán í þurr föt. Þegar við fórum út aftur hafði til allrar lukku stytt upp aftur. Við fórum þá og skoðuðum kirkjugarðinn og kirkjuna. Þegar við vorum á leiðinni niður að höfninni aftur missti Doddi sína fyrstu tönn og var það mikil gleði :) Stoltur ungur maður :) Við sigldum svo til baka kl. 17:30 og vorum komin í bæinn um kvöldmat. Skemmtileg ferð þó hún hefði mátt vera þurrari :)
No comments:
Post a Comment