Lilypie Third Birthday tickers

Friday, November 23, 2012

Litli klifurköttur

Litli ofurhressi maðurinn er orðinn stórhættulegur - klifrar upp á allt og upp úr öllu!  Í dag gerði hann tvennt í fyrsta sinn.  Hann dró einn eldhússtólinn að barnastólnum sínum og klifraði upp í !  Já takk, ekkert verið að bíða eftir því að mamma lufsist á staðinn og sjái um það ! Svo var klifrarinn settur í rúmið og svæfður - eða það hélt mamma. 10 mínútum eftir að ég kom fram kom herrann sjálfur fram !  Stóð aðeins eins og feiminn í stofudyrunum !  Ég sá svo hvernig hann gerir þetta, klifrar úr sínu rúmi upp í mitt og þaðan niður.  Vissulega er hann duglegur þessi elska en úff hvað líf mitt er orðið meira "spennandi" núna !

Tuesday, November 20, 2012

Nýjustu tölur :)

Jæja, þá er 18 mánaða skoðunin búin og litli snúður mældur og vigtaður.  Hann reyndist vera 14.460g og 88,8cm :)  Hann lék á als oddi í skoðununum og heillaði bæði hjúkkuna og lækninn upp úr skónum.  Lét dótið á læknastofunni kyssa sig, sagði hæ við alla á staðnum og kveikti og slökkti á hátalarnum í síma læknisins með tilheyrandi hljóði :)  Hann fékk sprautu en það gekk nú bara mjög vel, ég grúfði mig yfir hann og knúsaði hann og hann rak bara upp smá ýl en svo spratt hann upp og fór að hoppa :)  Þeim leist vel á piltinn og næst eigum við að koma í 2,5 ára skoðun svo það er árs hlé!

Saturday, November 17, 2012

Stefán að rústa eldhúsinu og taka til eftir sig :



Eins og hálfs árs !

Já tíminn flýgur !!  Pínulitli karlinn minn varð eins og hálfs árs í dag!  Með hverjum deginum sem líður verður hann duglegri og duglegri og smá saman bætist líka í orðaforðann :)  Nýjasta nýtt er að segja ýta, ýta og vilja fá að ýta á alla ljósarofa og lyftutakka :)  Annað uppáhald er orðið ljós - dlós, dlós segir hann og bendir glaður á næsta ljós.  Heitt er orð sem er borið fram á skemmtilegan hátt, eiginlega bara hvísla tetttet tettet og svo er voða spennandi að reyna að snerta þetta heita með einum fingri.  Hann er líka búinn að læra að maður á að blása á eitthvað heitt og gerir það óspart við kerti þó að honum hafi ekki tekist enn að slökkva :)  Svo eru það skór sem eru mikið áhugamál núna.  Hilda á svarta flatbotna skó með gylltum göddum og Stefáni finnst þeir ekkert smá flottir.  Sagði vá, vá þegar hann tók þá úr skógrindinni í fyrsta skipti :)  Hann hefur prófað þá nokkrum sinnum og finnst þeir greinilega afar smekklegir :)  Hann sækir skóna sína sjálfur á hverjum morguni þegar við erum að búa okkur á stað og setur alltaf annan skóinn á borðið alveg eins og ég var vön að gera til að geyma hann meðan ég klæddi hann í hinn :)  Hann segir svo dóó, dóó þegar hann sækir þá :)  Við erum búin að fá okkur litla skógrind og honum þykir ekkert leiðinlegt að hreinsa úr henni og setjast svo á hana, afar stoltur af sjálfum sér.  Síðustu daga fattaði hann svo allt í einu hversu sniðugt það er að nota stóla til að komast upp á borð.  Nú eru stólarnir dregnir fram og hann þýtur upp á borð og nær í það sem hugurinn girnist.  Í gær fór hann upp á eldhúsborð ítrekað til að sækja sér mandarínur í ávaxtakörfuna og varð ég að lokum að færa körfuna upp á eldavél þegar hann var búinn að borða 8 stk. !  Hann kom reyndar labbandi með avocado líka, bar það upp að eyranu og sagði hæ hæ :)  Hann er reyndar búinn að nota ýmsa hluti sem síma, s.s. hleðslutækið fyrir tölvuna, mandarínu, stóra töng og margt fleira :)  Í dag tók hann sig til og náði í fóðurstauk skjalbökunnar, náði að opna hann og bisaði svo við að troða lúku af fóðri ofan í búrið.  Skjaldbakan var afar ánægð en mamman var frekar hissa að hann skyldi fatta að gera þetta :)  Litli kútur hefur alltaf verið mikill kúrikarl en undanfarið erum við að fá enn fleiri faðmlög og knús.  Ekki slæmt :)  Segir gjarnan aaaaa og strýkur yfir andlitið og hárið á okkur Hildu.  Hann er auðvitað frábærasta og skemmtilegasta barn í heimi, það þarf vart að taka það fram :)  Hér eru nokkrar myndir af gullmolanum :)
 Kassar eru skemmtileg leikföng
 Á ég að loka mig inni ?
 Hahahaha gaman gaman !
 Spennandi þessi poki sem mamma er með þarna
 Kominn með skóna sína :)
 Mr. Megacool
 Dýrkar Atla frænda :)
 Að ná í skóna enn einu sinni
 Dóó, dóó !
 Máta ruslakörfu :)
 Kúrimús
 Stóru frændurnir komu í pössun og Stefáni þótti það nú ekki leiðinlegt
 Stuð að borða sjálfur :)
 Njomm njomm :)
 Híhíhí
 Eva frænka kennir lillanum á ukulele
 Og svo prófaði hann að borða burstann hennar :)
 Horft á stubbana hjá Hildu
 Alvarlegt mál
 Knúsar stóru systur :)
Gaman að fylgjast með Hildu í tölvunni :)