Við vorum varla fyrr komin heim en við lögðum aftur af stað :) Að þessu sinni var ferðinni heitið í sumarbústað blaðamannafélagsins í Brekkuskógi. Við mættum á staðinn á laugardegi og Svanhildur og fjölskylda kom og gisti hjá okkur eina nótt. Við grilluðum lambalæri og borðuðum á okkur gat, Stefán borðaði eins og venjulega mikið af lambakjötinu :) Honum þótti heldur ekki spilla fyrir að hafa frændur sína til að leika við :) Fjölskyldan fór heim á sunnudagskvöldið en á mánudeginum komu Hilda og Helen til okkar. Drengurinn var ekkert smá kátur með það. Á mánudeginum komu líka Júlíana vinkona og Eva dóttir hennar og heimsóttu okkur. Við fórum með þeim upp í bústaðinn þeirra og þar blasti við eitthvað það mesta magn af bláberjum sem ég hef nokkurn tímann séð ! Ég týndi á hálftíma fulla tveggja lítra könnu og Stefán sat í lynginu og prufaði að týna upp í sig ber alveg án aðstoðar :) Við grilluðum svo saman um kvöldið og höfðum það huggulegt. Daginn eftir röltum aðeins um nágrennið og fórum niður að Brúará. Ungi maðurinn vildi bara bruna út í ánna og var alveg snar þegar hann var stoppaður í því ! Hann fékk að prófa rennibraut sem var þarna fyrir utan og vildi bara fara aftur og aftur ! Mamman eyðilagði næstum á sér bakið við að lyfta honum upp :) Til allrar lukku gat stóra systir lyft honum nokkrum sinnum :) Þær Helen og Hilda fóru svo heim á miðvikudeginum og við mæðgin dunduðum okkur ein. Fórum í pottinn og löbbuðum um svæðið og týndum ber. Á fimmtudeginum kom svo Magnea vinkona og gisti hjá okkur síðustu nóttina. Þetta var afar þægileg dvöl þarna þó veðrið hafi verið frekar vott meirihluta tímans. Stefán elskaði að hlaupa um pallinn og djöflast í pollunum fyrir utan :) Við komum endurnærð úr bústaðnum :)
Stuð í Hókus pókusstólnum :)
Stundaði það að velta sér í gólfinu
Það var afskaplega fyndið og gaman
Stefáni leist ekkert á Strokk, varð hræddur þegar hann gaus
Mættur að Gullfoss
Fannst niðurinn frá fossinum skrítinn
Að týna bláber við sumarbústaðinn hennar Júlíönu
Hér er maður orðinn leiður á berjamónum
Mæðgin í berjamó :)
Það var mikið sport að leika sér í sturtubotninum
Skroppið í pottinn með Helen og Hildu
Alltaf gott að fara í heita pottinn
Göngutúr um nágrennið
Var ótrúlega duglegur að labba eftir þröngum stígnum niður að ánni
Gaman úti í náttúrunni
Spennandi að sjá vatnið í ánni renna undir brúnna
Sumir vildu bara vaða út í ánna!
Gaman að sulla í vatni :)
Rennibrautin var vinsæl
Brunað niður á fullri ferð :)
Vúhú !
Skórnir voru að þvælast fyrir, tók þá af en vildi hafa þá með í fjörinu
Fjörkálfur á bleiunni úti á palli
Dansaði um allt
Litli grallari :)
Prófað að fara eftir óvenjulegum leiðum milli palla
Hér þykist maður vera mikið fórnarlamb af því maður fær ekki myndavélina
Að borða möl
Krúttilíus
Gaman með mömmu úti
Gott að fá sér pela hjá Magneu sinni :)
Saturday, August 18, 2012
Thursday, August 9, 2012
Wednesday, August 8, 2012
Danmerkurferð 1.-8. ágúst :)
Stefán Sölvi er orðinn reyndur ferðamaður og ferðaðist nú með mér og systur sinni til Danmerkur 1.-8. ágúst. Við dvöldum í góðu yfirlæti hjá Hildi vinkonu og fjölskyldu hennar. Við byrjuðum á því að fara niður í miðborg Kaupmannahafnar á fimmtudeginum 2. ágúst og skoða okkur um þar. Hilda kannaðist heilmikið við sig enda fórum við á staði sem hún var svo oft á þegar við bjuggum í borginni. Við keyptum okkur MacDonalds og borðuðum matinn í grasagarðinum :) Sáum þar rauðan íkorna, skjaldbökur og gráhegra, mér til gleði. Stefáni fannst ekkert leiðinlegt að fá skyndibitann og var duglegur í frönsku kartöflunum ! Á föstudeginum skelltum við okkur í Tívolí ! Hilda naut þess að fara í öll stóru tækin meðan við Hildur vorum með krílin okkar á sérstökum smábarnaleikvelli í einu horninu. Stefán brunaði þar um allt himinglaður, rendi sér niður rennibraut, klifraði yfir brú og reyndi að stinga af niður af leiksvæðinu í hvert skipti sem ég leit undan :) Stefán var hinsvegar pínu hræddur við lætin frá tívolítækjunum og var svolítið lítill í sér þegar honum fannst þetta of nálægt. Eftir tívolíheimsóknina fórum við og skoðuðum húsið þar sem við Hilda bjuggum í Avedöre. Það hafði merkilega lítið breyst, bara fleiri tré í garðinum fyrir neðan ! Hilda skoðaði líka gamla skólann sinn :) Stefán fannst skemmtilegast að kíkja í litlu tjörnina í garðinum og var fúll yfiir því að fá ekki að sleppa í hana! Á laugardeginum skruppum við til Hilleröd. Þar smakkaði Hr. Stefán kebab í fyrsta skipti og líkaði mjög vel :) Við röltum upp að Friðriksborgarhöll og litli prins sofnaði í þeim göngutúr. Seinna um daginn var veisla í götunni þeirra Hildar og Sörens og var þar mikið um dýrðir. Farið var í leiki og borðað saman. Búið var að kaupa krítar fyrir börnin og eldri krakkarnir voru að lita á götuna. Stefáni fannst þetta mjög spennandi og náði sér í krítar - en í stað þess að lita beit hann í þær ! Hann elskaði líka að bruna af stað hlæjandi niður götuna og láta mig elta sig :) Þarna var lillinn í essinu sínu enda fullt af krökkum á staðnum :) Á sunnudaginn fórum við mæðgur í verslunarmiðstöðina Fields og herramaðurinn kom með. Þá fór hann í lest í fyrsta skipti :) Honum virtist finnast það gaman, kíkti forvitinn út um allt, horfði út um gluggann og reyndi að heilla hina farþegana upp úr skónum :) Honum fannst hinsvegar ekki gaman í Fields og það var ekki auðvelt fyrir mömmuna að reyna að versla eitthvað með snarbrjálaðan unga í kerru ! Á mánudeginum fórum við aftur niður í bæ og Hilda rölti ein um Strikið meðan við fórum og skiluðum köttum sem Hildur var með í pössun. Við Hildur og Stefán borðuðum svo á Jensens böfhus á Amager og hittum Hildu svo í bænum. Við héldum heim eftir smá búðarráp. Um kvöldið kom svo Hafdís vinkona í heimsókn og kíkti aðeins á okkur. Á þriðjudeginum fórum við í dýragarðinn. Það ringdi frekar mikið þennan dag en við skemmtum okkur samt vel. Stefáni leist vel á dýrin, var að vísu smeykur við stóra fugla sem vöppuðu um í regnskógahúsinu en var að öðru leyti hrifinn af því sem fyrir augu bar. Í barnadýragarðinum fékk hann að klappa geit og fannst það ekki slæmt :) Síðasta daginn okkar fórum við niður á Islands brygge og borðuðum þar sushi (Stefán fékk reyndar ekki að smakka) og fengum okkur svo ís og sátum og horfðum á fólk synda í sjónum. Síðan var keyrt út til Dragör þar sem við fórum á kaffihús og röltum aðeins um niðri við sjóinn. Stefán vildi auðvitað æða út um allt, eina skiptið sem hann stoppaði eitthvað var þegar hann ákvað að heilla 3 stelpur sem sátu við höfnina upp úr skónum og hringsnerist brosandi í kringum þær :) Síðan var komið að kveðjustund, við fórum út á flugvöll og héldum heim á leið. Frábær ferð á enda með fullt af ævintýrum fyrir lítinn karl. Við söknum Danmerkur, Hildar, Sörens og Sonju og verðum að koma aftur !
Leikið með perlurennibraut á flugvellinum
Hilda og Hildur með krílin :)
Sumum langaði inn í nammibúð á Strikinu :)
Fengum okkur hressingu í Nyhavn
Stefán ánægður með lífið
Rifið í hárið á mömmu gömlu :)
Á leikvelli í Tívolí
Litli klifurkötturinn farinn af stað
Kíkt inn í kafbát
Klöngrast yfir brú
Gaman að skoða trjábolina
Farið í göngin
Nei þú hér hinumegin ?
Pósað við Friðriksborgarhöll
Stefán að leika sér með krítarnar í götuveislunni
Leikur sér við Jónatan sem var aðeins eldri
Hjólbörurnar voru spennó
Hoppað og skoppað við börurnar :9
Ærslast með Hildu
Í dýragarðinum
Stefán var pínu hræddur við þessa fugla sem labba um allt
Kíkti samt á þá
Frekar greinilegt að þeim leist ekki hvor á annan
Hér er sjarmörinn að heilla unga dömu og hossa sér á sillunni með henni
Stefán skoðar fílana
Hér fær hann að klappa geit :)
Stuð að labba á trjáboli
Meiriháttar !
Í Dragör með Eyrarsundsbrúnna í baksýn
Á rölti úti á bryggju
Leikið með perlurennibraut á flugvellinum
Einn sofnaði enda dauðþreyttur fyrsta kvöldið úti
Töffarinn í grasagarðinumHilda og Hildur með krílin :)
Sumum langaði inn í nammibúð á Strikinu :)
Fengum okkur hressingu í Nyhavn
Stefán ánægður með lífið
Rifið í hárið á mömmu gömlu :)
Á leikvelli í Tívolí
Litli klifurkötturinn farinn af stað
Kíkt inn í kafbát
Klöngrast yfir brú
Gaman að skoða trjábolina
Farið í göngin
Nei þú hér hinumegin ?
Pósað við Friðriksborgarhöll
Stefán að leika sér með krítarnar í götuveislunni
Leikur sér við Jónatan sem var aðeins eldri
Hjólbörurnar voru spennó
Hoppað og skoppað við börurnar :9
Ærslast með Hildu
Í dýragarðinum
Stefán var pínu hræddur við þessa fugla sem labba um allt
Kíkti samt á þá
Frekar greinilegt að þeim leist ekki hvor á annan
Hér er sjarmörinn að heilla unga dömu og hossa sér á sillunni með henni
Stefán skoðar fílana
Hér fær hann að klappa geit :)
Stuð að labba á trjáboli
Meiriháttar !
Í Dragör með Eyrarsundsbrúnna í baksýn
Á rölti úti á bryggju
Subscribe to:
Posts (Atom)