Friday, March 25, 2011
Þrívíddarsónar :)
Eftir mikla umhugsun ákvað ég að skella mér í þrívíddarsónar. Vísindamaðurinn kom upp í mér og langaði að sjá hvað barnið væri að bauka við í móðurkviði. Ég tók með mér heilan her af konum, mamma, Hilda, Svanhildur systir og Kristín Anna vinkona komu með :) Það var afskaplega gaman að sjá Krílrík litla, hann var vel vakandi og heilmikið að bralla. Við sáum hann sleikja hendina á sér, klóra sér í nefinu, taka í naflastrenginn og krossleggja fæturnar :) Hann saug líka inn varirnar og opnaði augun nokkrum sinnum :) Myndirnar eru samt pínu afmyndaðar á köflum en tæknin er samt frekar flott. Birti hér á eftir nokkrar myndir og myndbönd úr sónarnum :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment