Lilypie Third Birthday tickers

Thursday, March 3, 2011

Mæðraskoðun nr. 4

Ég fór í sykurþolspróf að morgni annars mars. Mætti illa sofin þar sem bilaðar lagnir hafa haldið fyrir mér vöku í nokkra daga. Byrjað var á einni blóðprufu, svo var ég látin drekka 75mL af glúkósa. Það gekk vonum framar en ég varð samt að drekka þetta í litlum sopum því að mér varð verulega óglatt af þessu ! Svo var tekin blóðprufa eftir klukkutíma og önnur eftir tvo tíma. Ég mætti svo í mæðraskoðun í dag, 3. mars og fékk þá niðurstöðuna. Ég reyndist innan eðlilegra marka og er ekki með meðgöngusykursýki né skert sykurþol. Legið mitt mældist hinsvegar aftur 2 staðalfrávik frá meðaltali upp á við í stærð, svo að ljósan benti mér pent á að vera ekki á beit í sætum hlutum til að barnið yrði ekki of stórt ! Annars var allt fínt, blóðþrýstingurinn enn og aftur 120/80 og svo var blóðið mælt 121, en það má fara niður í 105 svo ég er í góðum málum :) Hjartslátturinn hjá krílríki var í fínu lagi og hann sparkaði glaðlega meðan verið var að mæla hann. Næsta mæðraskoðun er svo eftir 3 vikur, eins gott að legið fari ekki að vaxa yfir staðalfrávikslínuna !

No comments:

Post a Comment