Friday, March 25, 2011
Þrívíddarsónar :)
Eftir mikla umhugsun ákvað ég að skella mér í þrívíddarsónar. Vísindamaðurinn kom upp í mér og langaði að sjá hvað barnið væri að bauka við í móðurkviði. Ég tók með mér heilan her af konum, mamma, Hilda, Svanhildur systir og Kristín Anna vinkona komu með :) Það var afskaplega gaman að sjá Krílrík litla, hann var vel vakandi og heilmikið að bralla. Við sáum hann sleikja hendina á sér, klóra sér í nefinu, taka í naflastrenginn og krossleggja fæturnar :) Hann saug líka inn varirnar og opnaði augun nokkrum sinnum :) Myndirnar eru samt pínu afmyndaðar á köflum en tæknin er samt frekar flott. Birti hér á eftir nokkrar myndir og myndbönd úr sónarnum :)
Thursday, March 24, 2011
Mæðraskoðun nr. 5
Ég mætti spræk í mæðraskoðun og hafði aðeins þyngst um eitt kg frá síðustu skoðun. Ekki var það nú verra. Blóðþrýstingurinn var aðeins hækkaður en samt ekki svo mikið að það tæki því að tala um það. Hinsvegar fór hæð legbotnsins yfir seinni staðalfrávikslínuna frá meðaltali - stendur núna í 35,5 cm. Ása ljósa vill því fá mig aftur í mæðraskoðun eftir viku. Krílríkur virðist ætla að verða stór !!
Wednesday, March 23, 2011
Wednesday, March 9, 2011
Monday, March 7, 2011
Thursday, March 3, 2011
Mæðraskoðun nr. 4
Ég fór í sykurþolspróf að morgni annars mars. Mætti illa sofin þar sem bilaðar lagnir hafa haldið fyrir mér vöku í nokkra daga. Byrjað var á einni blóðprufu, svo var ég látin drekka 75mL af glúkósa. Það gekk vonum framar en ég varð samt að drekka þetta í litlum sopum því að mér varð verulega óglatt af þessu ! Svo var tekin blóðprufa eftir klukkutíma og önnur eftir tvo tíma. Ég mætti svo í mæðraskoðun í dag, 3. mars og fékk þá niðurstöðuna. Ég reyndist innan eðlilegra marka og er ekki með meðgöngusykursýki né skert sykurþol. Legið mitt mældist hinsvegar aftur 2 staðalfrávik frá meðaltali upp á við í stærð, svo að ljósan benti mér pent á að vera ekki á beit í sætum hlutum til að barnið yrði ekki of stórt ! Annars var allt fínt, blóðþrýstingurinn enn og aftur 120/80 og svo var blóðið mælt 121, en það má fara niður í 105 svo ég er í góðum málum :) Hjartslátturinn hjá krílríki var í fínu lagi og hann sparkaði glaðlega meðan verið var að mæla hann. Næsta mæðraskoðun er svo eftir 3 vikur, eins gott að legið fari ekki að vaxa yfir staðalfrávikslínuna !
Subscribe to:
Posts (Atom)