Monday, December 13, 2010
Mæðraskoðun nr. 2, 16 vikur
Í dag var mæðraskoðun nr. 2. Ég er núna komin 16 vikur og fimm daga miðað við áætlaðan fæðingardag skv. sónar. Ása ljósa fór yfir niðurstöður snemmsónarsins með mér og þær voru góðar. Skv. samþætta líkindamatinu eru líkurnar á Downs heilkenni 1 á móti 1139 - sem eru sömu líkur og fyrir 20-23 ára konur :) Það voru því góðar fréttir. Eins kom vel út úr öllum blóðprufum. Ég fékk svo að hlusta á hjartsláttinn í litla krílinu, það var mjög gaman. Erfitt að ná brosinu aftur af andlitinu :) Legið var af eðlilegri stærð miðað við meðgöngulengd og allt í sómanum. Blóðþrýstingurinn var nákvæmlega sá sami og síðast og er alveg skólabókardæmi um hvernig hann á að vera. Ég er hinsvegar búin að vera með smá hjartsláttaróreglu undanfarið svo ég fer í hjartalínurit á fimmtudaginn. Það verður vonandi allt í fínu með það. Ég fór ánægð út úr þessari skoðun, allt á góðri leið :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Hjalpi mer, oskablega fylgjast their vel med ther! Jeg verd alveg ofundsjuk ...
ReplyDeleteAnyways, nyar myndir af astabarninu herna:
http://gallery.t-rex.dk/index.php/Familie/Datteren?page=10&_=8
Enjoy :P