Lilypie Third Birthday tickers

Thursday, December 16, 2010

Læknisheimsókn

Fór í dag í blóðprufu til að gá hvort skjaldkirtilshormón séu í lagi og svo í hjartalínurit. Illa gekk að ná blóðprufunni þar sem æðarnar mínar fóru í feluleik og þurfti því að stinga báðu megin :( Það tókst þó að ná í dropana að lokum og þá var mér skellt í hjartalínurit. Í ljós kom að ég er með aukaslög en læknirinn virtist engar áhyggjur hafa af því og ætlar ekki að kanna málið frekar. Ég verð því bara að sætta mig við hjartsláttaróregluna, allt í lagi svo lengi sem ég dett ekki dauð niður :) Ása ljósa hringdi svo í mig rétt fyrir þrjú og var strax komin með niðurstöðuna úr skjaldkirtilsmælingunni ! Snöggir þarna á rannsóknastofunni, ég sá prufuna fara úr húsi hálf tólf og niðurstaðan komin fyrir þrjú ! Allt er í fínu með skjaldkirtilinn svo nú er bara að bíða eftir 20 vikna sónarnum, það er næsta skoðun :)

No comments:

Post a Comment