Friday, December 24, 2010
Thursday, December 16, 2010
Læknisheimsókn
Fór í dag í blóðprufu til að gá hvort skjaldkirtilshormón séu í lagi og svo í hjartalínurit. Illa gekk að ná blóðprufunni þar sem æðarnar mínar fóru í feluleik og þurfti því að stinga báðu megin :( Það tókst þó að ná í dropana að lokum og þá var mér skellt í hjartalínurit. Í ljós kom að ég er með aukaslög en læknirinn virtist engar áhyggjur hafa af því og ætlar ekki að kanna málið frekar. Ég verð því bara að sætta mig við hjartsláttaróregluna, allt í lagi svo lengi sem ég dett ekki dauð niður :) Ása ljósa hringdi svo í mig rétt fyrir þrjú og var strax komin með niðurstöðuna úr skjaldkirtilsmælingunni ! Snöggir þarna á rannsóknastofunni, ég sá prufuna fara úr húsi hálf tólf og niðurstaðan komin fyrir þrjú ! Allt er í fínu með skjaldkirtilinn svo nú er bara að bíða eftir 20 vikna sónarnum, það er næsta skoðun :)
Monday, December 13, 2010
Vandræðalegar óléttumyndir :)
Hún Björg vinkona mín birti tengil inn á safn af vandræðalegum óléttumyndum á facebook síðunni sinni. Hægt er að finna tengilinn hér. Þetta eru alveg dásamlegar myndir og við spilaklúbbsstelpurnar ákváðum að gera okkar eigin útgáfu núna í kvöld. Hér er árangurinn :D
Mæðraskoðun nr. 2, 16 vikur
Í dag var mæðraskoðun nr. 2. Ég er núna komin 16 vikur og fimm daga miðað við áætlaðan fæðingardag skv. sónar. Ása ljósa fór yfir niðurstöður snemmsónarsins með mér og þær voru góðar. Skv. samþætta líkindamatinu eru líkurnar á Downs heilkenni 1 á móti 1139 - sem eru sömu líkur og fyrir 20-23 ára konur :) Það voru því góðar fréttir. Eins kom vel út úr öllum blóðprufum. Ég fékk svo að hlusta á hjartsláttinn í litla krílinu, það var mjög gaman. Erfitt að ná brosinu aftur af andlitinu :) Legið var af eðlilegri stærð miðað við meðgöngulengd og allt í sómanum. Blóðþrýstingurinn var nákvæmlega sá sami og síðast og er alveg skólabókardæmi um hvernig hann á að vera. Ég er hinsvegar búin að vera með smá hjartsláttaróreglu undanfarið svo ég fer í hjartalínurit á fimmtudaginn. Það verður vonandi allt í fínu með það. Ég fór ánægð út úr þessari skoðun, allt á góðri leið :)
Thursday, December 2, 2010
Subscribe to:
Posts (Atom)