Sunday, December 30, 2012
Tuesday, December 25, 2012
Monday, December 17, 2012
Helsinki 14.-17. desember
Alltaf bætir litli drengurinn í lífsreynslubókina :) Við fórum ásamt Hildu stóru systur, Svanhildi systur og Guðlaugu dóttur hennar til Helsinki þann 14. - 17. desember. Ferðin út gekk ágætlega, aðeins þurfti að slást við unga manninn í vélinni en hann náði þó að sofa helminginn af fluginu. Þegar til Helsinki kom tókum við rútu niður á lestarstöð og sporvagn þaðan heim á hótelið. Þá hefur herrann prófað sporvagn í fyrsta sinn! Við fórum svo og röltum um í miðbænum, unginn litli var í kerrunni sinni, vel dúðaður enda snjór og kuldi úti. Honum leist vel á jólaljósin og þreyttist ekki á að benda okkur á þau :) Næsta dag fórum við um og skoðuðum, skruppum í Ittala outlet í úthverfi og snuðruðum um miðbæinn :) Kvöldmatinn snæddum við heima á hóteli og ungi maðurinn æddi um allan veitingastaðinn og var ekkert á því að sitja kyrr :) Hann elskaði líka að hlaupa um allan hótelganginn :) Á veggjunum voru á 2 stöðum stór hringur, lítill eins og hálfhringur við hliðina á og svo mynd af lítilli mús. Stefán benti á hringinn og sagði bolti, kallaði músina muss og hálfhringinn namm namm ! Við vitum ekki alveg hvað hann hafði í huga þar :) Á sunnudaginn var veðrið frekar leiðinlegt. Við fórum og löbbuðum eftir Esplanaden breiðgötunni niður að höfninni og skoðuðum jólamarkað fyrir framan dómkirkjuna. Það rok og snjókoma svo við flúðum fljótlega inn í búð. Við sáum svo að litli maðurinn var ekki alveg eins og hann átti að sér. Ég fór því með hann heim á hótel. Hilda kom svo með hitamæli og þá komumst við að því að hann var kominn með yfir 39 stiga hita :( Hann var afar slappur og kúrði bara í fanginu á mér :( Daginn eftir var svo haldið heim á leið. Við borðuðum morgunverð á hótelinu og drifum okkur svo út á flugvöll. Við urðum að bíða dágóða stund eftir því að geta tékkað inn og Stefán notaði tækifærið og rölti aðeins um. Hann spjallaði við hund sem beið í annarri röð og var alveg brjálaður þegar hundurinn var lokaður inn í búri til að setja inn í vélina :) Reyndi að opna búrið aftur ! Svo fór hann og kíkti á litla stelpu sem lá grenjandi í gólfinu, reyndi að spjalla aðeins við hana :D Flugið heim gekk vel enda karlgreyið lasinn og svaf því eins og steinn meirihluta leiðarinnar. Hann var samt spenntur fyrir að kíkja út um gluggann þegar kom að lendingu og fylgdist spenntur með Íslandi birtast aftur :) Því miður get ég ekki birt myndir þar sem ég er búin með myndakvótann á þessari síðu, er að vinna í að leysa það mál ! En víðförull er drengurinn, búinn að heimsækja 3 lönd í ár :)
Friday, December 7, 2012
Fyrsta glóðaraugað
Enn er nóg sem Stefán Sölvi gerir í fyrsta sinn. Nú bætti hann einu á listann yfir upplifanir sem ég hefði gjarna vilja sleppa. Hann nældi sér í fyrsta glóðaraugað að kvöldi annars desember ! Elsku snúðurinn var að hlaupa á fullri ferð við borðið, datt í æsingnum og skall utan í borðbrúnina. Fyrst myndaðst stór fjólublá kúla við augnkrókinn en strax næsta morgun var hún hjöðnuð og liturinn búinn að dreifast yfir á augnlokið og undir augað. Litirnir eru farnir að dofna en enn má sjá ummerkin á litla karli í dag.
Subscribe to:
Posts (Atom)