Stefán er afar hress ungur maður. Ef annað hvort ég eða Hilda setjumst niður kemur hann strax brunandi, bakkar og sest í fangið á okkur. Sama gerist ef við förum niður á hækjur okkar, kemur strax og bakkar upp að okkur :) Honum þykir ekki leiðinlegt hossa sér ofan á mömmu eða systu, ef við leggjumst niður kemur hann fljótt og klifrar upp á okkur til að byrja fjörið :) Hann er alltaf að finna upp á nýjum uppátækjum, um daginn tók hann skónna hennar systur sinnar og vappaði með þá út um allt. Uppáhaldsbókin hans er ennþá Barbapabbabók sem hann tryllist af gleði ef ég dreg fram. Hann er byrjaður að fá að borða sjálfur, mamman hefur ekki verið nógu dugleg með að leyfa honum það. Eini gallinn er að þá treður hann ansi miklu upp í sig í einu :) En þetta lærist smá saman. Litli unginn er oft svo ljúfur og góður, gerir aaaaaa við okkur og kúrir sig upp að manni. Hann er afar spenntur fyrir Ipad og er búinn að fatta hvernig maður skiptir um myndbönd á youtube :) Eini gallinn er að hann heldur að fartölvan mín sé líka með snertiskjá og hamrar á henni ! Hann er farinn að muna hvar pizzasnúðarnir eru geymdir í Bónus og Krónunni og þegar við komum þar inn byrjar hann strax að segja namm namm og benda þangað :) Hann heimtar svo að fá að borða einn snúð meðan við verslum :D Hann er auðvitað afar skemmtilegur þessi elska og brjálæðislega orkumikill :) Hér eru nokkrar myndir:
Sæti búinn að bakka upp að mér og setjast :)
Mamma taktu mig
Glaður að leika hjá Steinku
Sprellað með systur sinni
Naut þess í botn
Híhí
Setur hjá systu :)
Kominn í skóna hennar Hildu
Ekkert smá ánægður
Bara á röltinu :)
Kúrudrengur :)
Tuesday, October 23, 2012
Wednesday, October 10, 2012
Fyrsta skipti í pössun yfir nótt - og það í 4 nætur !
Litli kúturinn fór í fyrsta skipti í langa pössun núna 4. október. Ég fór til Prag 4.- 8. október og á meðan gisti Stefán Sölvi hjá Möggu frænku. Þetta gekk alveg einstaklega vel. Hann var svo góður við frænku sína, var fljótur að sofna og þótt hann rumskaði á næturnar sofnaði hann fljótt aftur. Að vísu hélt hann frænku við efnið með því að hoppa og hlaupa um í sófanum :) Hann varð samt afar glaður að sjá mömmu aftur á mánudagskvöldinu og faðmaði mig og knúsaði. Þegar ég ætlaði aðeins að leggja hann frá mér til að borða neitaði hann strax, vildi ekki sleppa mömmu ! En þetta gekk vel, bæði fyrir mömmuna og barnið, var samt æðislegt að fá elskuna sína aftur í hendur :)
Subscribe to:
Posts (Atom)