Thursday, January 20, 2011
Krílríkur sparkar í Hildu :)
Loksins kom að því :) Í kvöld fann Hilda Margrét bróður sinn sparka í fyrsta sinn :) Hún var oft búin að reyna að finn spörk en án árangurs. Í þetta skipti ýtti hún hendinni fast niður á magann og Krílríkur sparkaði kröftuglega á móti :)
Sunday, January 16, 2011
Bumbuhittingur :)
Monday, January 10, 2011
Tvær góðar bumbur saman :)
Friday, January 7, 2011
Wednesday, January 5, 2011
20. vikna sónar :)
Í dag fór ég í sónar, á 90 ára afmæli pabba míns og 7o ára afmæli pabba Kristínar vinkonu :) Góður dagur :) Hilda Margrét fór með mér, spennt að sjá litla systkinið. Það var gaman að sjá litla krílið sprikla þegar að neminn var settur á magann. Krílið var með fæturnar upp í loft en setti þær niður aftur og spriklaði heilmikið. Ljósan sýndi okkur magann, sem var fullur af legvatni, þar af leiðandi er leiðin opin niður í maga. Svo sýndi hún nýrun og þvagblöðruna, í henni var legvatn svo að nýrun virka :) Heili og höfuðbein litu út eins og þau áttu að gera og hjartað sló fínt og flott með fjórum hólfum :) Hryggurinn var heill og hendur og fætur af eðlilegri lengd. Það gekk hinsvegar illa að fá krílið til að sýna andlitið, ljósan þurfti að hrista bumbuna tvisvar og bíða smá áður en henni tókst að fá að skoða það. Við sáum krílið hrökkva í kút þegar bumban var hrist :) Loks tókst henni að ná munninum og nefinu í mynd, þá sáust greinilega heilar varir og litlar nasir :) Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar ljósan fór að kíkja eftir kyninu á barninu. Við Hilda biðum spenntar.... og það var augljóst strax hvors kyns var þegar búið var að stilla á réttan stað :) Þarna var lítill spotti - og ekki bútur af naflastrengnum eins og Hilda hafði vonað. Hún fær s.s. þriðja litla bróðurinn og ég minn fyrsta son :) Þetta var gaman og allt leit vel út, nú þarf Krílríkur bara að stækka og þroskast áður en við getum fengið hann og knúsað hann :)
Subscribe to:
Posts (Atom)