Þar sem ég var með einhverja verki og var að deyja úr stressi tókst mér að kría út sónar hjá Art Medica til að gá hvort krílið væri í lagi. Tanja sýndi mér afar hresst kríli á skjánum sem var að hreyfa sig og hjartað barðist á fullu. Fékk að sjá kollinn þar sem sást móta fyrir andliti og litlu handa- og fótastubbana :) Frábærlega gaman :) Ég hætti því að hafa áhyggjur og fór glöð heim.
No comments:
Post a Comment