
Friday, October 22, 2010
Sónar nr. 3! 8 vikur 6 dagar
Þar sem ég var með einhverja verki og var að deyja úr stressi tókst mér að kría út sónar hjá Art Medica til að gá hvort krílið væri í lagi. Tanja sýndi mér afar hresst kríli á skjánum sem var að hreyfa sig og hjartað barðist á fullu. Fékk að sjá kollinn þar sem sást móta fyrir andliti og litlu handa- og fótastubbana :) Frábærlega gaman :) Ég hætti því að hafa áhyggjur og fór glöð heim.

Tuesday, October 19, 2010
Sónar nr. 2 :) 8 vikur 3 dagar
Í dag fór ég í sónar nr. 2. Krílið hafði stækkað umtalsvert og nú sá maður smá mannsmynd á því. Tanja læknir mældi grjónið um 2,1 cm :) Hjartað barðist ótt og títt :)

Monday, October 4, 2010
Fyrsti sónar :) 6 vikur 2 dagar
Í dag var fyrsti sónarinn. Mikið stress í gangi. Kristín Anna kom með og var taugahrúgunni til halds og trausts. Fór í skoðun hjá Guðmundi lækni og viti menn, á skjánum sást eitt lítið fóstur með hjartslátt :) Mikil gleði með þetta :)
Subscribe to:
Posts (Atom)