Saturday, February 12, 2011
Thursday, February 10, 2011
Mæðraskoðun 3, 25 vikur og 1 dagur
Ég mætti hress og kát í morgun í mæðraskoðun. Komst að því að ég hafði þyngst um 6 kg frá síðustu skoðun! En það er reyndar bara 1 kg yfir ráðlagðri þyngdaraukningu, svo verra gæti það verið. Annars leit allt vel út, skólabókarblóðþrýstingur og fín í blóði. Ása ljósmóðir mældi svo stærð legsins, það reyndist vera 29 cm sem er reyndar 2 staðalfrávikum yfir meðaltali. Ása sagði að það væri meira að marka næstu mælingu. Rúsínan í pylsuendanum var samt þegar Andri systursonur minn og Gunnur konan hans kíktu í gættina með Úlfhildi dóttur sína. Hún var þarna í 2 mánaða skoðun og ég fékk að taka hana og knúsa, án þess að þurfa að slást við æstar eldri systur mínar :) Bara gaman! Næst á dagskrá er svo sykurþolspróf 2. mars og mæðraskoðun 3. mars.
Tuesday, February 8, 2011
Bumbumyndataka a la Kristín og Svava
Subscribe to:
Posts (Atom)